- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Markverðirnir reyndust FH-ingum erfiðir

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ungmennalið Vals vann stórsigur á FH í Grill 66-deild kvenna í handknattleik en viðureigninni er nýlega lokið í Origohöll Valsara. Lokatölur, 26:17, fyrir Val sem var átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:7.


Markverður Vals reyndust leikmönnum FH einstaklega erfiðir í leiknum. Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir, fyrrverandi FH-ingur, varði 16 skot gegn sínum gömlu samherjum. Saga Sif Gísladóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, stóð einnig vaktina af árverkni og varði 10 skot. Saga Sif er nýlega byrjuð að keppa aftur eftir barnsburð.


Ekki létti það FH-ingum róðurinn að auk öflugra markvarða Valsliðsins þá lék Ásdís Þóra Ágústsdóttir sinn fyrsta leik í búningi Vals í tvö ár í dag. Hún og Karlotta Óskarsdóttir voru kallaðar til baka úr láni frá Selfossi á dögunum.


Þetta var aðeins annar sigur ungmennaliðs Vals í deildinni á keppnistímabilinu. Með honum komst liðið upp úr botnsæti, alltént að sinni. FH er áfram í fimmta sæti Grill 66-deildarinnar með 10 stig eftir 12 leiki.


Mörk Vals U.: Guðrún Hekla Traustadóttir 7, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 4, Brynja Katrín Benediktsdóttir 4, Berglind Gunnarsdóttir 3, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 2, Kristbjörg Erlingsdóttir 2, Karlotta Óskarsdóttir 2, Arna Karitas Eiríksdóttir 2.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 16, Saga Sif Gísladóttir 10.
Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 5, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 4, Thelma Dögg Einarsdóttir 2, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 1, Aníta Björk Valgeirsdóttir 1, Dagný Þorgilsdóttir 1, Telma Medos 1, Karen Hrund Logadóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 6, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 4.

Staðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -