- Auglýsing -
Írena Björk Ómarsdóttir, markvörður, hefur skrifaði undir tveggja ára samning við Fram. Hún kemur til Safamýrarliðsins frá FH en Írena Björk er uppalin hjá Stjörnunni.
Írena Björk, sem lék 11 af 14 leikjum FH í Olísdeildinni á síðasta tímabili, verður Hafdísi Renötudóttur til halds og trausts ásamt Ástrósu Bender á næsta keppnistímabili en Hafdís kom á ný til Fram í vor.
Eftir því sem næst verður komist ætlar Kartín Ósk Magnúsdóttir, markvörður, að einbeita sér að námi í Danmörku í vetur. Katrín Ósk hefur verið einn markvarða Fram og verið með annan fótinn í landsliðinu.
- Auglýsing -