- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Marta og Karolina verða áfram í Vestmannaeyjum

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Handknattleikskonurnar Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska hafa skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV sem gildir til ársins 2026. Þær komu til ÍBV árið 2019 og hafa leikið með liði félagsins síðan við góðan orðstír.

Marta hefur til að mynda verið ein af allra bestu markvörðum í Olísdeildinni á síðustu árum.

ÍBV er í fjórða sæti Olísdeildar og mætir Fram á heimavelli í næstu síðustu umferð sem fram fer á morgun. Allir leikir umferðarinnar hefjast klukkan 17.30.

„Við erum ótrúlega ánægð að hafa tryggt okkur krafta þeirra áfram næstu árin og hlökkum mikið til næstu ára með þeim,“ segir í tilkynningu ÍBV í dag.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -