- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Martraðarbyrjun Japana létti meisturunum róðurinn

Daninn Mathias Gidsel á auðum sjó í leiknum við Japani. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ólympíumeistarar Danmerkur í handknattleik karla hófu titilvörn sína með öruggum stórsigri á japanska landsliðinu undir stjórn Dags Sigurðssonar, 47:30, eftir að staðan var 25:14, að loknum fyrri hálfleik.


Martraðarbyrjun japanska landsliðsins setti sitt mark á leikinn. Leikmenn virtust bugaðir af streitu og alls ekki sjálfum sér líkir, alltént var liðið í upphafi ekkert líkt því sem lék svo vel á HM í Egyptalandi í ársbyrjun.


Danir skoruðu níu af fyrstu tíu mörkum leiksins og eftir stundarfjórðung var munurinn orðinn 10 mörk, 14:4. Mest munaði 13 mörkum í fyrri hálfleik. Japanska liðið kom betra lagi á leik sinn þegar á leið fyrri hálfleik og tókst m.a. að skora 10 mörk á síðari stundarfjórðungnum og fá á sig 11 mörk sem var viðundandi.

Dagur Sigurðsson, þjálfari japanska landsliðsins, leggur á ráðin með sínum mönnum. Mynd/EPA


Danska liðið gaf lítt eftir í síðari hálfleik. Það hélt japanska liðinu í hæfilegri fjarlægð framan af en tók síðan til við að auka forskotið jafnt og þétt.
Leikurinn var vafalaust kærkominn fyrir Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfara Dana fyrir þær sakir að hann gat gefið öllum leikmönnum góðan leiktíma því framundan eru örugglega erfiðari leikir.


Jacob Holm og Magnus Saugstrup skoruðu níu mörk hvor fyrir danska landsliðið. Mahias Gidel og Mikkel Hansen skoruðu sex mörk hvor. Hansen nýtti öll fjögur vítaköstin sem hann tók. Eini útileikmaður Dana sem skoraði ekki mark var Morten Olsen en hann kom ekkert við sögu. Sat á bekknum allan leikinn.


Hiroki Motoki skoraði átta af mörkum japanska liðsins. Adamyuki Baig skoraði fimm sinnum. Kenya Kasahara, tilvonandi leikmaður Harðar á Ísafirði, skoraði fjögur mörk af línunni.


Egyptar unnu Portúgali, 37:31, í B-riðli en liðin mættust næst á undan Dönum og Japönum. Egyptar voru sterkari í síðari hálfleik og unnu verðskuldaðan sigur.


Úrslit í B-riðli:
Barein – Svíþjóð 31:32.
Portúgal – Egyptaland 31:37.
Danmörk – Japan 47:30.

Staðan í B-riðli:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Næstu leikir, 26. júlí:
00.00 Brasilía – Frakkland
02.00 Argentína – Þýskaland (Alfreð Gíslason)
05.15 Egyptaland – Danmörk
07.15 Spánn – Noregur
10.30 Barein (Aron Kristjánsson) – Portúgal
12.30 Japan (Dagur Sigurðsson) – Svíþjóð

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -