- Auglýsing -
- Auglýsing -

Með Magnús Gunnar í ham sneru Haukar við taflinu

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar sneru við taflinu í rimmu sinni við ÍBV í kvöld og unnu þriggja marka sigur, 28:25, og tryggðu þar með að fleiri leikir verða í rimmu liðanna. Næsti leikur verður í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn klukkan 18.


ÍBV var með þriggja marka forskot, 13:10, eftir fyrri hálfleik. Haukar réðu hinsvegar lögum og lofum í síðari hálfleik, jafnt í vörn sem sókn. Fremstur þeirra var ungur markvörður, Magnús Gunnar Karlsson sem kom inn á þegar langt var liðið á fyrri hálfleik. Hann tók að verja allt hvað af tók og var maður leiksins. Á honum strandaði hvert skot Eyjamanna á fætur öðru. Þegar upp var staðið endaði Magnús Gunnar með 50% markvörslu.


Eftir jafnan leik framan af þá skoruðu Eyjamenn sjö mörk í röð og voru fimm mörkum yfir, 12:7, eftir 20 mínútur. Þá tók að draga af leikmönnum ÍBV. Haukar fundu taktinn í vörninni ásamt senuþjófi leiksins, Magnúsi Gunnari.
Eftir að Haukar komust yfir upp úr miðjum síðari hálfleik gáfu þeir forskot sitt aldrei eftir.


Mörk Hauka:
Darri Aronsson 8, Stefán Rafn Sigurmansson 4, Heimir Óli Heimisson 4, Tjörvi Þorgeirsson 3, Adam Haukur Baumruk 3, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Ihor Kopyshynskyi 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 13/2, 50%.

Mörk ÍBV: Ásgeir Snær Vignisson 7, Rúnar Kárason 7, Arnór Viðarsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 2, Elmar Erlingsson 2, Gabríel Martinez Róbertsson 1, Dánjal Ragnarsson 1, Dagur Arnarsson 1.
Varin skot:
Petar Jokanovic 13, 35,1%.


Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -