Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla lauk í síðustu viku. Sökum þess að kórónuveiran setti strik í reikninginn með þeim afleiðingum m.a. að nokkrum liðum tókst ekki að leika alla 14 leiki sína í keppninni eða voru án sterkra leikmanna í nokkrum viðureignum vetrarins, var ákveðið að liðin 16 færu áfram á næsta stig keppninnar. Upphaflega stóð til að efstu lið hvors riðils sætu yfir í annarri umferð og að neðstu lið riðils heltust úr lestinni að riðlakeppninni lokinni.
Nú liggur leikjadagskrá 16-liða fyrir. Hún er sem hér segir:
31.mars:
Motor Zaporozhye – Meshkov Brest.
Elverum – Barcelona.
Pick Szeged – THW Kiel.
Nantes – Vive Kielce.
1.apríl:
Vardar Skopje – Veszprém.
Zagreb – Flensburg.
FC Porto – Aalborg Håndbold.
Celje – PSG.
Íslendingar koma við sögu hjá þeim liðum sem eru skáletruð.
Síðari leikirnir fara fram 7. og 8. apríl. Samanlagður sigurvegari í tveimur leikjum tekur sæti í 8-liða úrslitum.