- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildarfróðleikur – hvað tvennir feðgar hafa unnið keppnina?

Talant Dujshebaev er einn sigursælasti þjálfari Meistaradeildinnar. Mynd /EPA
- Auglýsing -
 • Úrslitahelgi Meistaradeildar karla í handknattleik fer fram í 11. sinn í Lanxess-Arena í Köln á laugardag og sunnudag. Til úrslita leika Aalborg Håndbold, Barcelona, Nantes og Paris SG. Í undanúrslitum mætast Aalborg og PSG annarsvegar og Barcelona og Nantes hinsvegar.
 • Starfsmenn Handknattleikssambands Evrópu, EHF, hafa tekið saman nokkrar staðreyndir fyrir helgina. Fáeinar þeirra eru teknar saman hér að neðan.
 • Meistarar síðasta keppnistímabils, THW Kiel, verja ekki titilinn og því ljóst að ellefta árið í röð vinnur ekki sama liðið keppnina tvö ár í röð.
 • Enginn handknattleiksmaður hefur tekið þátt í úrslitahelginni í öll skiptin sem hún hefur verið haldin. Sömu sögu er að segja um liðin.
 • Einn handknattleiksmaður hefur unnið Meistaradeildina tvö ár í röð eftir að úrslitahelgarfyrirkomulagið var tekið upp 2010. Það er  Króatinn, Ivan Cupic. Hann var í sigurliði pólska liðsins Kielce 2016 og árið eftir sem liðsmaður Vardar frá Norður-Makedóníu.
Ivan Cupic er eini handknattleiksmaðurinn sem unnið hefur Meistaradeildina tvö ár í röð. Mynd/EPA
 • Eftir að núverandi úrslitahelgarfyrirkomulag var tekið upp 2010 hefur einn maður unnið keppnina sem leikmaður og síðar þjálfari. Það er Tékkinn Filip Jicha. Hann var í sigurliði Kiel 2010 og aftur tveimur árum síðar. Jicha stýrði Kiel til sigurs í Meistaradeildinni 2020 þegar leikið var til úrslita á milli jóla og nýárs.
 • Frönsk lið náðu einstökum árangri í Meistaradeildinni vorið 2018 þegar þrjú þeirra voru í undanúrslitum, Montpellier, Nantes og PSG. Montpellier og Nantes mættust í úrslitaleik þar sem Montpellier hafði betur.  Ekkert franskt lið var í undanúrslitum ári síðar. Að þessu sinni verða Nantes og PSG með.
Argentínumaðurinn Diego Simonet leikmaður Montpellier. Mynd/EPA
 • Aðeins einn ríkisborgari lands utan Evrópu hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgar Mestaradeildar, Argentínumaðurinn Diego Simonet, liðsmaður Montpellier í Frakklandi. Hann hreppti hnossið 2018.
 • Arpad Sterbik er eini markvörðurinn sem valinn hefur verið mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Sterbik varð fyrir valinu árið 2017 þegar hann stóð í marki Vardar sem vann Meistaradeildina með sigri á PSG í úrslitaleik.
 • Aðeins einu sinni á ellefu árum, árið 2018, hefur það komið fyrir að hvorki spænsk né þýsk lið voru í undanúrslitum.
 • Árið 2016 varð að grípa til vítakeppni til að ljúka úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þá mættust Kilece og Veszprém. Kielce vann vítakeppnina og hrósaða sigri í Meistaradeildinni í fyrsta skipti og í það eina til þessa.
Raúl Gonzalez þjálfari franska meistaraliðsins PSG. Mynd/EPA
 • Tveir þjálfarar hafa stýrt tveimur mismunandi liðum í leikjum úrslitahelgarinnar á síðustu 11 árum. Talant Dujshebaev var þjálfari Ciudad Real/Atletico Madrid 2010 til 2012 í keppninni. Aftur var hann á ferðinni í úrslitahelginni með Kielce 2016 og 2019. Raul Gonzalez var þjálfari Vardar þegar liðið vann Meistaradeildina 2017. Hann hefur síðan verið þjálfari PSG á úrslitahelginni. Alberto Entrerrios sem nú þjálfari Nantes sem tekur þátt í úrslitahelginni að þessu sinni var leikmaður Ciudad Real/Atletico Madrid 2010/2012.
 • Alfreð Gíslason og Xavi Pascual eru einu þjálfararnir sem hafa stýrt liði til sigurs í tvígang á síðustu 11 árum. Alfreð var þjálfari Kiel þegar liðið vann keppnina 2010 og 2012 og Pascual stýrði Barcelona til sigurs 2011 og 2015. Hann getur unnið Meistaradeildina í þriðja sinn sem þjálfari á sunnudaginn.
 • Alex Dujshebaev og Melvyn Richardsson hafa báðir unnið Meistaradeildina sem leikmenn og fetuðu þar með í fótspor feðra sinna, Talant Dujshebaev og Jackson Richardson. Sá síðarnefndi vann Meistaradeildina með Portland San Antonio 2001 en sonurinn 17 árum síðar með Montpellier.
 • Þrjú  lið hafa unnið Meistaradeild Evrópu í fyrstu tilraun, þ.e. þau tóku þátt í úrslitahelginni í fyrsta sinn. Flensburg, með Ólaf Gústafsson innanborðs, vann keppnina 2014, Vardar 2017 og Montpellier 2018. Montpellier vann Meistaradeildina árið 2003 á meðan gamla fyrirkomulagið var við lýði með tveimur úrslitaleikjum.
 • Dönsku meistararnir Aalborg Håndbold eru einu „nýliðarnir“ úrslitahelgarinnar að þessu sinni.
 • Tveir Íslendingar verða í eldlínunni með liðum sínum um helgina. Aron Pálmarsson leikmaður Barcelona og Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Aalborg Håndbold.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -