- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaraefnin gefa ekkert eftir

Ómar Ingi Magnússon landsliðsmaður og leikmaður Magdeburg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Áfram heldur SC Magdeburg á leið sinni að fyrsta þýska meistaratitlinum í 21 ár. Liðið vann öruggan sigur á MT Melsungen á heimavelli í dag, 33:26. Þar með endurheimti Magdeburgliðið fjögurra stiga forskot í efsta sæti þegar fimm umferðir eru eftir. Lemgo er komið í áttunda sæti eftir sigur á Stuttgart sem er rétt fyrir ofan fallsæti.


Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk, þar af þrjú úr vítaköstum í sigurleik Magdeburg á Melsungen. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark.


Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrisvar sinnum fyrir Melsungen og Alexander Petersen einu sinni. Elvar Örn Jónsson var fjarverandi vegna meiðsla sem halda honum frá kepppni fram á haust eins og áður hefur komið fram.


Bjarki Már Elísson og félagar voru sterkari á lokasprettinum í viðureign við Stuttgart, 33:30. Staðan var jöfn, 26:26, þegar tíu mínútur voru til leiksloka.


Eins og oft áður var Bjarki Már markahæstur hjá Lemgo. Að þessu sinni skoraði hann átta mörk úr níu skotum. Tvö markanna skoraði Bjarki Már af vítalínunni.
Viggó Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Stuttgart. Andri Már Rúnarsson var í leikmannahópi liðsins en kom ekki mikið við sögu.

Standings provided by SofaScore LiveScore



- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -