- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistarar í áttunda sinn

Kvennalið Vals fagnar sigri í Coca Cola-bikarnum í mars sl. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Valur varð bikarmeistari kvenna í handknattleik í áttunda sinn í dag. Valur lagði Fram með sex marka mun í úrslitaleik Coca Cola-bikarsins á Ásvöllum, 25:19, eftir að hafa verið marki yfir, 12:11, að loknum fyrri hálfleik.

Fram hóf leikinn af miklum krafti og var yfir, 5:2, eftir aðeins sex mínútur. Valsliðið vann sig inn í leikinn og eftir að það jafnaði metin, 5:5, var það með frumkvæðið fram að hálfleik.

Sigurður Hjörtur Þrastarsn sýnir Emmu Olsson bláa spjaldið eftir það rauða. Mynd/J.L.Long


Fram varð fyrir mikilli blóðtöku þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks. Þá fékk Emma Olsson rautt spjald og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Hún er kjölfestan í varnarleik liðsins og aðalínumaður liðsins.


Þrátt fyrir mótlæti þá komst Framliðið yfir snemma í síðari hálfleik, 15:14. Adam var ekki lengi í Paradís. Valsmenn sneru leiknum sér í hag á ný og gáfu ekkert eftir það sem eftir var.

Valsvörnin gaf Framliðinu engin grið. Mynd/J.L.Long

Sara Sif Helgadóttir átti frábæran leik í marki Vals. Eins fór Lovísa Thompson á kostum. Hún var í leikslok valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins.


Mörk Vals: Lovísa Thompson 10/2, Thea Imani Sturludóttir 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Auður Ester Gestsdóttir 1, Morgan Marie Þorkelsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 11, 42,3% – Saga Sif Gísladóttir 2, 50%.

Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 7/4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Emma Olsson 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1, Stella Sigurðardóttir 1, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 7/1, 24,1%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -