- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir byrja á heimavelli gegn ÍR

Valur, vann alla sem hægt var að vinna á síðasta tímabili nema einn leik. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Íslands-, bikar- og deildarmeistarar Vals í handknattleik kvenna hefja titilvörnina í Olísdeild kvenna laugardaginn 7. september gegn ÍR á heimavelli sínum. Mótanefnd HSÍ hefur dregið í töfluröð fyrir Olísdeildirnar og þar af leiðandi liggur fyrir hvernig deildin raðast niður.

Valur átti einstakt tímabil 2023/2024 og vann 29 af 30 leikjum á tímabilinu í öllum deildum. Eina tapið var fyrir Haukum snemma tímabils.

ÍR kom upp í Olísdeildina sumarið 2023 og lék afar vel í deildinni. Að lokum hafnaði liðið í fimmta sæti og komst í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Haukar, sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við Val í vor, fá Selfoss í heimsókn í fyrstu umferðinni. Haukar hafa styrkst frá síðasta tímabili og m.a. fengið Rut Arnfjörð Jónsdóttur og Söru Sif Gísladóttur markvörð til liðs við sig. Selfoss vann Grill 66-deildina með fullu húsi stiga auk þess að komast í undaúrslit Poweradebikarsins.

Hinir nýliðar Olísdeildar kvenna, Grótta, fær ÍBV í heimsókn í fyrstu umferð 7. september. Stjarnan sækir Framara heim.

Leikir tveggja fyrstu umferðana, 7. og 14. september:
Haukar – Selfoss.
Valur – ÍR.
Grótta – ÍBV.
Fram – Stjarnan.

Stjarnan – ÍR.
Fram – Haukar.
Selfoss – Grótta.
ÍBV – Valur.

Nánar er hægt forvitnast um niðurröðun leikja Olísdeildar kvenna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -