- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir fá erfiðan andstæðing

Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Evrópumeistarar SC Magdeburg, sem sluppu í gærkvöld við illan leik í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í handknattleik karla, fá erfiðan mótherja í átta liða úrslitum. Magdeburg mætir franska liðinu Nantes sem sló Füchse Berlín örugglega út í 16-liða úrslitum með tveimur sigurleikjum með samanlögðum fjögurra marka mun.

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með Magdeburg sem vann Evrópudeildina á síðustu leiktíð.

Nantes er í öðru sæti frönsku 1. deildarinnar um þessar mundir. Lið félagsins komst í undanúrslit Meistaradeildar fyrir ári.


Füchse Berlin er um þessar mundir í öðru sæti þýsku 1. deildarinnar, nokkrum stigum á eftir SC Magdeburg.


Fyrri viðureign Nantes og Magdeburg fer fram í Frakklandi 26. apríl.


Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar i GOG leika við RK Nexe frá Króatíu í átta liða úrslitum. Fyrri viðureignin fer fram í Króatíu.


Svissneska liðið Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari, mætir pólska liðinu Wisla Plock sem lagði Lemgo með samanlagt þriggja marka mun í 16-liða úrslitum. Fyrri viðureign Kadetten og Wisla Plock fer fram í Sviss.


Leikir átta liða úrslita Evrópudeildar karla:
Benfica – Gorenje Velenje.
RK Nexe – GOG.
Kadetten Schaffhausen – Wisla Plock.
Nantes – SC Magdeburg.


Fyrri umferðin verður 26. apríl og sú síðari þriðjudaginn 3. maí.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -