- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir sluppu fyrir horn nyrðra

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals ræðir við leikmenn sína. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar Vals lentu í kröppum dansi gegn KA/Þór í KA-heimilinu í dag í Olísdeild kvenna í handknattleik. Val tókst að vinna með þriggja marka mun eftir nokkurn barning undir lokin.

Hvað eftir annað munaði ekki nema einu marki á liðunum síðasta stundarfjórðung leiktímans. Liðin hvort á sínum enda stöðutöflu Olísdeildarinnar. Valur er efstur með 30 stig að loknum 16 leikjum. KA/Þór rekur lestina með fimm stig.

Valur var með þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 14:11. KA/Þórsliðið, sem hefur átt erfitt uppdráttar í vetur, gaf hinsvegar ekkert eftir gegn meisturunum. Varnarleikurinn var góður og Matea Lonac vel á verði í markinu. Nathalia Soares Baliana skoraði átta mörk og Lydía Gunnþórsdóttir skoraði sex mörk, aðeins eitt úr vítakasti.

Hildigunnur Einarsdóttir var atkvæðamest hjá Val. Hún skoraði sjö mörk. Sara Sif Helgadóttir varði 11 skot í mark Vals í fjarveru Hafdísar Renötudóttur.

Staðan og næstu leikur í Olísdeildum.

Mörk KA/Þór: Nathalia Soares Baliana 8, Lydía Gunnþórsdóttir 6/1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 5, Aþena Einvarðsdóttir 2, Rafaele Nascimento Fraga 1, Kristín A. Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 11, 29,7%.

Mörk Vals: Hildigunnur Einarsdóttir 7, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4/3, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 11/1, 32,4%.

Tölfræðin hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -