- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir sluppu með skrekkinn

Hugsanlegt að aðeins verði leikið í einni deild kvenna á næsta keppnistímabili. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Meistarar KA/Þórs lentu í kröppum dansi í KA-heimilinu í dag þegar HK kom í heimsókn. Máttu meistararnir þakka fyrir annað stigið þegar upp var staðið eftir jafnan leik, 26:26. HK var marki yfir, 13:12, að loknum fyrri hálfleik. Gestirnir áttu síðustu sóknina en tókst ekki að færa sér hana í nyt og KA/Þór slapp með skrekkinn á heimavelli.

Talsverð rekistefna var rétt undir leikslok eftir HK tapaði boltanum í síðustu sókn sinni. Ekki voru allir á eitt sáttir um hvort ein sekúnda væri eftir af leiknum eða fjórar. Ómar Örn Jónsson og Jón Karl Björnsson röbbuðu við þjálfara liðanna. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


KA/Þórsliðið er sem fyrr í fjórða sæti með fimm stig en HK er í sjötta sæti með þrjú en liðið hefur sótt stigin í tveimur síðustu leikjum.
HK hóf leikinn betur og náði þriggja marka forskoti fyrir miðjan hálfleikinn, 8:5. KA/Þór svaraði með fjórum mörkum, flestum meðan liðið var manni fleiri.


Síðari hálfleikur var jafn og sjaldnast munaði meira en einu marki á liðunum á annan hvern veginn. Niðurstaðan var því sanngjörn þótt vissulega hafi bæði lið vilja bæði stigin eins og verkast vill.

Halldór Harri Kristjánsson fer yfir málin með leikmönnum sínum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 6, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 5, Rakel Sara Elvarsdóttir 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Aldís Ásta Heimisdóttir 2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 1.
Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 8, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 7, Berglind Þorsteinsdóttir 2, Tinna Sól Björgvinsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Karen Kristinsdóttir 1, Þóra María Stefánsdóttir 1.


Stöðuna og næstu leiki Olísdeild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -