- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir töpuðu – Kiel vann þriðja árið í röð

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður SC Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Leikmenn þýska meistaraliðsins SC Magdeburg máttu bíta í það súra epli að tapa fyrir bikarmeisturum THW Kiel með þriggja marka mun, 36:33, í meistarakeppninni í þýska handknattleiknum í karlaflokki í kvöld. Leikið var í PSD Bank Dome í Düsseldorf.


Þetta var þriðja árið í röð sem THW Kiel vinnur meistarakeppnina en aðeins Rhein-Neckar Löwen hefur áður lánast að vinna þrjú ár í röð, 2106, 2017 og 2018.


Ómar Ingi Magnússon var markahæstur hjá Magdeburg með sex mörk, þar af fjögur úr vítaköstum. Einnig átti hann átta stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrisvar sinnum og átti þrjár stoðsendingar.


Michael Damgaard kom ekkert við sögu í leiknum og var sannarlega skarð fyrir skildi hjá meisturunum.


Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk var atkvæðamestur hjá Kiel með átta mörk og Patrick Wiencek var næstur með sjö mörk.


Leikurinn var lengst af jafn en þegar líða tók á leiktímann náðu leikmenn THW Kiel frumkvæðinu og héldu því til leiksloka.


Flautað verður til leiks í þýsku 1. deildinni á morgun með fjórum leikjum sem hefjast hver um sig klukkan 17.05.

Erlangen – Wetzlar.
Hamburg – Flensburg.
Hannover-Burgdorf – Leipzig.
Lemgo – Gummersbach.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -