- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaratitillinn blasir við Valsliðinu

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Íslandsmeistaratitillinn í handknattleik kvenna blasir við Valsliðinu annað árið í röð eftir afar öruggan sigur á Haukum í annarri viðureign liðanna á Ásvöllum í kvöld, 30:22. Valur hefur þar með unnið tvær viðureignir og verður Íslandsmeistari með sigri í næsta leik liðanna sem fram fer á Hlíðarenda á fimmtudaginn.

Leikur Hauka olli vonbrigðum að þessu sinni. Liðið stóð ekki undir því að vera að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir góða frammistöðu í fyrsta leiknum þá var annað sjá Haukaliðið að þessu sinni. Sóknarleikurinn var slakur. Aðeins voru skoruðu sex mörk í fyrri hálfleik, þar af tvö á síðustu mínútum.

Staðan í hálfleik var 10:6 fyrir Val. Valur byrjaði af krafti í síðari hálfleik og skoraði m.a. fjögur fyrstu mörkin. Gerði liðið nánast út um allar vonir Hauka á fyrstu mínútunum með mjög góðri frammistöðu, allt frá Hafdísi Renötudóttur markverði til sóknarmanna.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 7/1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Sara Odden 4, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Berglind Benediktsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Inga Dís Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 11/1, 32,4% – Elísa Helga Sigurðardóttir 0.

Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7/3 Thea Imani Sturludóttir 7, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Guðrún Hekla Traustadóttir 2, Hildur Björnsdóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Lilja Ágústsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Morgan Marie Þorkelsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 11, 40,7% – Sara Sif Helgadóttir 2, 25%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Handbolti.is var á Ásvöllum og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -