- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Melsungen staðfestir komu Alexanders

Alexander Petersson hefur ákveðið að láta gott heita sem atvinnumaður í handknattleik. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Alexander Petersson hefur skrifað undir eins árs samning við þýska handknattleiksliðið MT Melsungen sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar. Melsungen greindi frá þessu fyrir skömmu en í morgun sagði samfélagsmiðilinn handball.leaks frá vistaskiptunum samkvæmt heimildum eins og handbolti.is greindi frá.


Alexander hefur leikið með Flensburg síðan í byrjun febrúar en hann var fenginn til liðsins frá Rhein-Neckar Löwen í kjölfar þess að þýski landsliðsmaðurinn Frank Samper sleit krossband í nóvember.


Hjá Melsungen hittir Alexander fyrir fleiri Íslendinga en Guðmund Þórð því Arnar Freyr Arnarsson leikur með liðinu og Elvar Örn Jónsson kemur til þess í sumar frá Skjern í Danmörku.


Melsungen verður sjötta liðið í Þýskalandi sem Alexander leikur með. Auk Flensburg og Rhein-Neckar Löwen hefur hann leikið með Düsseldorf, Grosswallstadt og Füchse Berlin á síðustu 17 árum. Lengst var Alexander í herbúðum Rhein-Nekcar Löwen eða í níu ár og varð þýskur meistari með liðinu 2016 og bikarmeistari 2018 og einnig í sigurliði Löwen í EHF-keppninni 2013 og þá undir stjórn Guðmundar Þórðar.


Alexander, sem verður 41 árs í júlí, hefur leikið 186 landsleiki frá 2005 og hefur í þeim skoraði 726 og var m.a. í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliðinu á EM tveimur árum síðar. Hann var síðast í íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi í janúar.


Melsungen er í níunda sæti þýsku 1. deildarinnar með 29 stig að loknum 26 leikjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -