Miðasala er hafin á fyrsta leik karlalandsliðsins í handknattleik í undankeppni EM 2026 sem fram fer í Laugardalshöll í næstu viku, miðvikudaginn 6. nóvember gegn Bosníu. Viðureignin hefst kl. 19.30.
Miðasalan er er tix:
https://tix.is/event/18554/island-bosnia-undankeppni-em-2026
Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari valdi landsliðshópinn í síðustu viku. Eftir leikinn við Bosníu í Laugardalshöll heldur landsliðið til Georgíu og mætir landsliði heimamanna í Tiblisi sunnudaginn 10. nóvember.
- Auglýsing -