- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mikið áfall að vera án Arons

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Það er mikið áfall fyrir okkur að Aron getur ekki verið með okkur í leikjunum fram undan við Portúgal og eins á HM. Hann er fyrirliði liðsins en fyrst og fremst frábær leikmaður jafnt í sókn sem vörn,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik í samtali við handbolta.is í morgun á stuttum blaðamannfundi með ríkum sóttvörnum sem haldin var fyrir morgunæfingu íslenska landsliðsins í Víkinni.

Eins kom fram í gær verður Aron Pálmarsson ekki með íslenska landsliðinu vegna meiðsla í hné. „Hópurinn hefur breyst mikið og mikil reynsla sem fer úr liðinu bæði núna með brottfalli Arons og síðan þeirri staðreynd að Guðjón Valur Sigurðsson hætti í sumar sem leið.
Sannarlega er þetta engin óskastaða að vera í en því miður þá var það niðurstaða læknis hér á landi eftir ítarlega skoðun að það væri Aroni fyrir bestu að hann fari ekki í þessi verkefni sem framundan eru hjá landsliðinu. Við unum því að sjálfsögðu,“ sagði Guðmundur ennfremur.

Kom ekki í opna skjöldu

Aðspurður sagði Guðmundur að tíðindi læknisins eftir skoðun hafi ekki komið honum í opna skjöldu. Hann hafi efti samtal við Aron áttað sig á meiðslin væru alvarleg, brugðið gæti til beggja vona með þátttöku Arons á HM í Egyptalandi.

„Ég talaði við Aron eftir að meiðslin komu upp eftir leik í spænsku deildinni rétt fyrir jól. Eftir það samtal óttaðist ég að þetta gæti orðið niðurstaðan. Mér leist illa á stöðuna þá þegar. Síðan hafa menn tekið ákveðna áhættu með að láta hann taka þátt í leikjunum tveimur í Meistaradeildinni. Niðurstaða læknis hér á landi var hinsvegar ótvíræð að það væri ekkert vit í því að hann tæki þátt í leikjum okkar í undankeppni EM eða yrði aðeins með okkur á HM,“ sagði Guðmundur.

Hefði engu breytt

Heldur þú að það hefði einhverju breytt upp á þátttöku Arons með landsliðinu ef hann hefði ekki tekið þátt í leikjum með Barcelona á milli jóla og nýárs?
„Ég held ekki. Meiðslin eru þess eðlis að það hefði ekki breytt neinu,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í samtali við handbolta.is í morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -