- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mikilvæg tvö stig hjá Aftureldingu

Ihor Kopyshynskyi var markahæstur hjá Aftureldingu í Eyjum í dag. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding steig ákveðið skref til að halda þriðja sæti Olísdeildar karla í dag með sigri á ÍBV, 29:28, í viðureign liðanna í Vestmannaeyjum. Þar með munar þremur stigum á Aftureldingu og ÍBV í þriðja og fjórða sæti deildarinnar, Aftureldingu í vil. Mosfellingar voru fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:11, eftir að hafa ráðið lögum og lofum.

Eyjamenn mættu beittir í síðari hálfleikinn. Þeir efldu vörn sína og unnu boltann hvað eftir annað af Aftureldingarmönnum.

Forystan rann úr höndum Aftureldingar sem lék án Blæs Hinrikssonar sem er frá keppni vegna meiðsla. ÍBV tókst aldrei að jafna metin. Minnstur var muurinn eitt mark, síðast 26:25, þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar brá á það ráð þegar á leið síðari hálfleik að fara í sjö á sex. Þannig gekk betur eða opna vörn ÍBV og stöðva þar með undanhaldið. Afturelding náði þriggja marka forystu, 28:25, sem ÍBV tókst aldrei að vinna upp til þess að hirða a.m.k. annað stigið.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk ÍBV: Arnór Viðarsson 6, Elís Þór Aðalsteinsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 4, Sveinn Jose Rivera 4, Daniel Esteves Vieira 2, Elmar Erlingsson 2/1, Gabríel Martinez Róbertsson 1, Dagur Arnarsson 1, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1, Jason Stefánsson 1, Gauti Gunnarsson 1, Breki Þór Óðinsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 17/1, 37%.

Mörk Aftureldingar: Ihor Kopyshynskyi 8, Birgir Steinn Jónsson 7, Þorsteinn Leó Gunnarsson 7, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Þorvaldur Tryggvason 1, Stefán Magni Hjartarson 1, Jakob Aronsson 1, Gísli Rúnar Jóhannsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 13, 39,4% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 1, 12,5%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -