- Auglýsing -
Strákarnir í U16 ára landsliði Íslands vann færeyska jafnaldra sína öðru sinni á tveimur dögum í vináttuleik í Þórshöfn síðdegis í dag, 25:22. Yfrburðir íslenska liðsins voru ekki eins miklir og í gær þegar það vann með 13 marka mun. Aðeins skakkaði einu marki á liðunum að loknum fyrri hálfleik að þessu sinni, 12:11.
Færeyingar mættu virkilega öflugir til leiks og voru með yfirhöndina megnið af fyrri hálfleik en með góðum endaspretti undir lok fyrri hálfleiks tókst íslensku strákunum að snúa við taflinu.
Síðari hálfleikur var mjög jafn og var það ekki fyrr en í lok leiks sem íslenska liðið náði að slíta sig frá því færeyska og vinna með þriggja marka mun.
Tveir góðir sigrar í leikjum helgarinnar og verður spennandi að fylgjast með strákunum vaxa og dafna í framtíðinni.
Mörk Íslands: Stefán Hjartarson 7, Antoine Pantono 4, Markús Ellertsson 4, Hugi Elmarsson 3, Daníel Grétarsson 2, Magnús Jónatansson 2, Ágúst Guðmundsson 1, Dagur Heimissson 1 og Jens Bergþórsson 1.
Í markinu vörðu Sigurjón Atlason 11 skot og Óskar Þórarinsson 4.
Mörk Færeyja: Rúnar Hammer 6, Jákup Egholm 6, Magnus Árason 3, Haraldur Karlsson 3, Magnus Rubek Carlsen 2, Jógvan Andreas Lamhauge 1, Jón Midjord 1.
- Auglýsing -