- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Misjafnt gengi hjá Íslendingum

Bjarki Már Elísson leikmaður Lemgo og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska liðið Lemgo, sem Bjarki Már Elísson leikur með, og danska liðið GOG þar sem Viktor Gísli Hallgrímsson er markvörður, eru áfram efst í B-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik karla eftir 4. umferð sem fram fór í kvöld. Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í franska liðinu PAUC nældu í sitt fyrsta stig í keppninni á heimavelli í kvöld er þeir tóku á móti Gorenje Velenje, ríkjandi meisturum í Slóveníu. Lokatölur 26:26.


Kadetten Schaffhausen sem Aðalstein Eyjólfsson þjálfar, gerði annað jafntefli í fjórum leikjum í D-riðli er það mætti Nimes í Schaffhausen, 25:25.


Bjarki Már skoraði tvö mörk og var rólegur í tíðinni þegar Lemgo vann finnska meistaraliðið Cocks á sannfærandi hátt í Þýskalandi, 39:30.


Viktor Gísli kom lítið við sögu er GOG vann Benfica í Lissabon með átta marka mun, 33:25.


Donni skoraði fimm mörk fyrir PAUC á heimavelli. Hann þurfti átta skot til þess og var markahæstur. PAUC hefur ekki gengið vel í Evrópudeildinni þrátt fyrir afar gott gengi í frönsku 1. deildinni á leiktíðinni.


Viðureign SC Magdeburg og sænska liðsins Sävehof var frestað vegna þess að kórónuveiran herjar í herbúðum Magdeburgarliðsins. Eins var leik Bidasoa Irun og PFadi Winterhur frestað af sömu ástæðum.

Úrslit og staðan í Evrópudeildinni:
A-riðill:
Presov – Füchse Berlin 23:27.
Toulouse – Wisla Plock 24:30.
Pfadi Winterthur – Bidasoa Irun, frestað
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

B-riðill:
Benfica – GOG 25:33.
Medvedi – Nantes 31:35.
Lemgo – Cocks 39:30.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

C-riðill:
PAUC – Velenje 26:26.
Nexe – La Rioja 31:30.
Sävehof – SC Magdeburg, frestað.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

D-riðill:
Eurofarm Pelister – Tatabanya 33:20.
Kadetten – Nimes 25:25.
Sporting – AEK Aþena 31:30.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -