- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Misjafnt gengi Íslendinga – öll úrslit og staðan

Bjarki Már Elísson ásamt samherjum í Lemgo. Mynd/Lemgo Lippe
- Auglýsing -

Eftir naumt tap á heimavelli fyrir Benfica fyrir viku þá sneru Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo dæminu við í kvöld og unnu franska liðið Nantes með minnsta mun, 28:27, í Frakklandi í annnarri umferð í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik. Lemgo var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12:10. Þeir byrjuðu hinsvegar leikinn ævintýralega vel og voru fimm mörkum yfir, 11:6, þegar 20 mínútur voru liðnar af leiktímanum.


Bjarki Már skoraði fjögur mörk í sex skotum. Svíinn Jonathan Carlsbogard var markahæstur með sjö mörk og Lukas Zerbe var næstur með sex mörk. Thibaud Briet var markahæstur hjá Nantes með fimm mörk.

Fimmtándi sigurinn

Íslendingar komu við sögu í fleiri leikjum kvöldsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar þegar Madeburg vann PAUC frá Frakklandi, 31:27, í Þýskalandi. Ómar Ingi Magnússon kom ekkert við sögu í leiknum. Þetta var 15 leikur Magdeburg á keppnistímabilinu á öllum vígstöðvum og jafnframt 15. sigurinn.

Sex mörk og fjórar stoðsendingar


Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var atkvæðamestur hjá PAUC á fjölum keppnishallarinnar í Magdeburg. Hann skoraði sex mörk í 11 skotum átti auk þess fjórar stoðsendingar.

14 mörk í 15 skotum

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot, 31%, þegar GOG vann Cocks frá Finnlandi, 46:30, á Fjóni. GOG hefur þar með fjögur stig í B-riðli. Emil Madsen, samherji Viktors Gísla, skoraði 14 mörk í 15 skotum í þessari markaveislu.

Betri er hálfur skaði en allur

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen náðu í eitt stig á heimavelli er þeir fengu Pelister frá Norður Makedóníu í heimsókn, 28:28. Þetta var fyrsta stig Kadetten í riðlakeppninni eftir naumt tap fyrir Sporting á útivelli fyrir viku þar sem leikmenn Sporting tryggðu sér sigurinn á síðustu sekúndu. Í kvöld gekk sigur Kadetten liðinu úr greipum í blálokin er Josip Peric jafnaði metin á síðustu sekúndu. Leikmenn Kadetten byrjuðu leikinn frábærlega en það dugði skammt þegar á leið, því miður.


Úrslit kvöldsins og staðan í riðlunum:


A-riðill:
Wisla Plock – Toulouse 33:29.
Bidasoa – Pfadi Winterthur 32:28.
F.Berlin – T.Presov 36:23.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

B-riðill:
GOG – Riihimäen Cocks 46:30.
Nantes – Lemgo 27:28.
Benfica – Medvedi 38:35.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

C-riðill:
Nexe – Sävehof 39:31.
Magdeburg – PAUC 31:27.
La Rioja – Gorenje Velenje 31:26.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

D-riðill:
Tatabanya – Sporting 23:37.
Kadetten – Eurofarm Pelister 28:28.
Nimes – AEK Aþena 26:27.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -