- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mjög stoltur af liðinu

Valsmenn fagna sigri í Coca Cola bikarnum. Þeir unnu stórsigur á Víkingi í dag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Við vorum þéttir í vörninni allan leikinn auk þess sem Bjöggi var stórkostlegur í markinu. Ef ekki hefði verið fyrir hann þá hefði getað farið illa hjá okkur. Ég var hrikalega ánægður með að okkur tókst að snúa leiknum í okkar hag eftir mikla törn hjá okkur upp á síðkastið,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við handbolta.is eftir að hann vann Coca Cola-bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn sem þjálfari Vals þegar lið hans vann Fram, 29:25, í úrslitaleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum.


„Það var mikilvægt fyrir okkur að ná að jafna metin fyrir hálfleikinn þótt upphafskaflinn í síðari hálfleik hafi verið um margt líkur byrjun fyrri hálfleiksins. Við vorum fljótir að jafna metin. Eftir að við náðum tveggja til þriggja marka forskoti þegar leið á síðari hálfleikinn þá fannst mér við hafa tök á leiknum,“ sagði Snorri Steinn ennfremur.


Snorri Steinn hrósaði Framliðinu fyrir mikla mótspyrnu. „Þeir eiga hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Frábær leikur af þeirra hálfu.


Ég er annars mjög stoltur af mínu liði og hvernig það kláraði þessa miklu leikjatörn sem er að baki með þessari viðureign. Þessi törn hefði getað farið á alla vegu. Við fengum tvo titla og frábæra upplifun í Evrópukeppni. Þetta hefði getað farið á alla kanta og eitthvað til að byggja á,“ sagði Snorri Steinn og bætti við að næst á dagskrá væri að ná aðeins áttum og stilla sig af og einbeita sér að næstu verkefnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -