- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Á fullu eftir veikindi, Rød verður heima, þjálfari í veikindaleyfi, arftaki Lazarov fundinn

Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss. Mynd/Kadetten Schaffhausen
- Auglýsing -
  • Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar hjá svissneska meistaraliðinu Kadetten eru komnir á fulla ferð á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig af kórónuveirusmiti sem lagðist á herbúðir liðsins fyrir rúmum mánuði. Nú leika þeir orðið annan hvern dag eða því sem næst. Í gærkvöld vann Kadetten liðsmenn Suhr Aarau, 31:24, á heimavelli og endurheimtu efsta sæti deildarinnar sem þeir máttu sjá á bak meðan þeir lágu í veikindum. Kadetten vann Bern á laugardaginn og mætir Pfadi Wintherthur í toppslag deildarinnar á Þorláksmessukvöld.
  • Norski handknattleiksmaðurinn Magnus Rød hefur ákveðið að draga sig út úr norska landsliðshópnum sem tekur þátt í HM karla í handknattleik vegna meiðsla í úlnlið. 
  • Talant Dushebaev, þjálfari pólska meistaraliðsins Vive Kielce er eitt nýjasta fórnarlamb kórónuveirufaraldursins. Hann veiktist fyrir helgi eftir því sem segir á heimasíðu félagsins en mun vera við þokkalega heilsu, hefur aðeins fengið væg einkenni enn sem komið er.
  • Hinn 21 árs gamli Serbi, Milan Milic, hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Nantes í Frakklandi. Milic er ætlað að fylla í skarð Kiril Lazarov sem leggur skóna á hilluna næsta vor eftir einstaklega glæsilegan handknattleiksferil. Milic þykir mikið efni og lék m.a. með Serbum á EM í byrjun ársins. Hann leikur nú með hinu sögufræga liði, RK Metaloplastika Sabac.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -