- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Aðalsteinn, Kireev, Zorman tólfti, Sen, Metz, Krim, Györ

Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten Schaffhausen, fagnar með lærisveinum sínum í kappleik. Mynd/Kadetten Schaffhausen
- Auglýsing -
  • Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss, hefur klófest króatíska miðjumanninn Sandro Obranovic. Króatinn kemur frá RK Zagreb til Kadetten í sumar á tveggja ára samningi. 
  • Rússneski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Kireev kemur til liðs við Füchse Berlin í sumar frá CSKA Moskvu. Kireev, sem er 34 ára gamall, hefur skrifað undir eins árs samning með möguleika á að bæta ári við. 
  • Uros Zorman var í gær ráðinn þjálfari karlalandsliðs Slóveníu í handknattleik Hann tekur við af Ljubomir Vranjes sem var látinn taka hatt sinn og staf þegar slóvenska landsliðið komst ekki í milliriðlakeppni EM í síðasta mánuði. Slóvenar eiga fyrir höndum leiki við Ítali í 1. umferð umspilsins fyrir HM. Takist þeim að vinna Ítali bíður þeirra tveggja leikja rimma við Serba um farseðilinn á HM. Zorman hefur síðustu tvö ár verið þjálfari Trimo Trebnje í Slóveníu. Ekki kom fram í fregnum í gær hvort hann hættir þjálfun liðsins nú þegar, síðar eða bara alls ekki.
  • Zorman er tólfti þjálfarinn sem stýrir landsliði Slóvena á síðustu þremur áratugum, þar af hafa þrír þeirra verið ráðnir í tvígang. Þess má geta að á sama tímabili hafa sjö þjálfarar stýrt íslenska karlalandsliðinu, þar af einn í þrígang.
  • Rússneska landsliðskonan Anna Sen hefur framlengt samning sinn við Rostov Don, meistaraliðið í heimalandi sínu. Samningurinn er til eins árs með möguleika á eins árs viðbót. 
  • Franska liðið Metz og slóvenska meistaraliðið Krim Ljubljana gerðu jafntefli, 27:27, í B-riðli Meistaradeildar kvenna í handknattleik í fyrrakvöld. Leikið var í Frakklandi. Louise Burgaard skoraði fimm mörk fyrir Metz og var hún markahæst. Tjasa Stanko og Katarina Slezak voru markahæstar hjá Krim með fimm mörk hvor. 
  • Stigið nægði Metz til þess að ná öðru sæti riðilsins. Metz hefur 17 stig eftir 12 leiki og er stigi á undan Evrópumeisturum Vipers sem eru í öðru sæti. Györ er efst í riðlinum með 24 stig að loknum 12 leikjum.  Tvær umferðir eru eftir af riðlakeppni Meistaradeildar kvenna.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -