- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Aðalsteinn, Viktor Gísli, Kristinn, N`Guessan, Golla

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Kadetten með bikarinn sem fylgir sigri í bikarkeppninni í Sviss. Mynd/aðsend
  • Sigurganga Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, heldur áfram í svissnesku 1. deildinni í handknattleik. Í gær vann Kadetten lið Bern, 26:23, á útivelli. Þetta var tíundi sigur Kadetten-liðsins í deildinni. Það hefur fjögurra stiga forskot á Zürich auk þess að eiga leik til góða. Ríkjandi meistarar, Pfadi Winterthur, eru í þriðja sæti með 13 stig að loknum 11 leikjum.
  • Viktor Gísli Hallgrímsson kom lítið við sögu er GOG vann öruggan sigur á Skanderborg Århus, 31:23, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Viktor Gísli fékk að spreyta sig í einu vítakasti. Norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjørn Bergerud stóð sig afar vel í marki GOG, var með liðlega 42% hlutfallsmarkvörslu. GOG er efst í deildinni með fullt hús stiga eftr 10 leiki.

  • EB frá Eiði, sem Kristinn Guðmundsson þjálfari í færeysku úrvalsdeild kvenna í handknattleik, tapaði fyrir Neistanum, 33:17, í Þórshöfn í gærkvöld. EB, sem er nýliði í deildinni, er í næst neðsta sæti með tvö stig eftir sjö leiki.
  • Frakkinn Timothey N`Guessan hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Barcelona. Framlengingin er mikilvægt skref fyrir liðið sem hefur mátt sjá á bak sterkum leikmönnum eins og Aroni Pálmarssyni m.a. vegna sleifarlags stjórnenda félagsins við frágang á samningum við leikmenn.
  • Johannes Golla, fyrirliði þýska karlalandsliðsins, hefur framlengt samning sinn við Flensburg fram til ársins 2026.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -