- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ágúst Elí, Andrea, Aðalsteinn, covid hjá Löwen

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður íslenska landsliðsins og KIF Kolding í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Ágúst Elí Björgvinsson landsliðsmarkvörður stóð í marki KIF Kolding annan hálfleikinn gegn Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Hann varði fjögur skot, þar af eitt vítakst, og var með liðlega 22% hlutfallsmarkvörslu. Holstebro vann með eins marks mun, 28:27. Gamla brýnið, Peter Balling, var nærri því að jafna metin fyrir Kolding á síðustu sekúndu leiksins en markvörður Holstebro sá við honum. Kolding er í 12. sæti af 15 liðum dönsku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir sjö leiki. 
  • Andrea Jacobsen skoraði ekki mark þegar lið hennar Kristianstad gerði jafntefli við Ajdovscina frá Slóveníu, 26:26, í annarri umferð í Evrópubikarkeppninni í handknattleik í gærkvöld. Leikurinn fór fram í Slóveníu. Síðari leikur liðanna verður í kvöld. 
  • Kadetten Schaffhausen, liðið sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar,  vann í gærkvöld sinn áttunda leik í svissnesku 1. deildinni í handknattleik er það lagði St Gallen, 25:18, á heimavelli, Kadetten er með 16 stig í efsta sæti og er fimm stigum á undan Wacker Thun sem er í öðru sæti.  
  • Viðureign Rhein-Neckar Löwen og Leipzig sem fram átti að fara í þýsku 1. deildinni í handknattleik á næsta laugardag hefur verið frestað eftir að leikmenn Rhein-Neckar Löwen greindust með kórónuveiruna. Félagið greindi frá þessu í gær og sagði að í framhaldi af því að tveir leikmenn hafi greinst jákvæðir við skoðun á mánudag hafi frekari prófanir farið fram sem hafi leitt til þess að fleiri jákvæð sýni komu upp úr dúrnum. Allir leikmenn liðsins er bólusettir og þeir sem hafa greinst eru með mild einkenni veirunnar. Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason er leikmaður Rhein-Neckar Löwen.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -