- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Appelgren, Toskic, Garciandia, Borges

Mikael Appelgren markvörður er væntanlegur í slaginn á næstu dögum eftir langa fjarveru. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Sænski handknattleiksmarkvörðurinn Mikael Appelgren hefur ekki tekið þátt í handboltaleik í 15 mánuði. Hann gerir sér nú vonir um að geta leikið með Rhein-Neckar Löwen í fyrsta inn á keppnistímabilinu á miðvikudaginn þegar liðið sækir Bergischer HC heim í þýsku 1. deildinni. Það er tveimur dögum áður en Glenn Solberg landsliðsþjálfari Svía velur Ólympíufarana. 
  • Alem Toskic hefur verið ráðinn þjálfari slóvenska stórliðsins RK Celje. Hann tekur við af Tomaz Ocvirk sem varð að taka pokann sinn eftir að Celje hafnaði í þriðja sæti í efstu deildinni í Slóveníu í vor. Celje-liðið hafði áður orðið meistari sjö ár í röð. Toskic hefur síðustu tvö árin verið þjálfari Csurgoi KK í Ungverjalandi. Hann lék m.a. með RK Celje frá 2007 til 2013 og þekkir því aðeins til hjá félaginu og í borginni sem félagið er nefnt eftir. 
  • Spænski handknattleiksmaðurinn Imanol Garciandia og samherji Kristjáns Arnar Kristjánssonar hjá franska liðinu PAUC hyggst yfirgefa félagið í sumar ári áður en samningur hans rennur út. Ekki hefur fengist staðfest hvert Spánverjinn hyggst fara.
  • Portúgalski línumaðurinn Alexis Borges hefur skrifað undir samning við Benfica og gildir samningurinn til ársins 2025. Borges fékk gildandi samningi sínum við Montpellier sagt upp en hann átti að gilda til 2023. Leiðindi sköpuðust í kringum málið en svo virðist sem lausn hafi fundist um síðir þótt forráðamenn franska liðsins séu langt í frá sáttir við framkomu stjórnenda Benfica.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -