- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Aron í úrslitum, Vujovic, Pick Szeged, Medvedi, danski bikarinn

Aron Pálmarsson. Mynd/Barcelona
  • Aron Pálmarsson og samherjar í Barcelona leika í dag til úrslita í deildarbikarnum á Spáni. Barcelona vann Huexca, 43:27, í undanúrslitum í gær. BM Sinfin mætir Barcelona í úrslitaleiknum. Sinfin vann Bidasoa Irun, 33:28, í hinni viðureign undanúrslita.
  • RK Vardar hefur staðfest að Veselin Vujovic tekur við þjálfun liðsins í sumar. Þetta er í þriðja sinn sem Vujovic tekur við þjálfun Vardar-liðsins. Fyrst frá 2006 til 2009 og aftur frá 2011 til 2013.
  • Pick Szeged var í gær ungverskur meistari í handknattleik karla eftir annan sigur á Veszprém, 37:36, á heimavelli Veszprém og samanlagt 68:64 í tveimur viðureignum. Þetta var í fjórða sinn sem Pick Szeged verður ungverskur meistari. Síðast vann liðið deildina fyrir þremur árum og þá var Stefán Rafn Sigurmannsson leikmaður liðsins. Hann var í herbúðum Pick Szeged fram til síðustu áramóta en samdi þá um starfslok vegna þrálátra meiðsla.
  • Chekhovskiye Medvedi vann rússneska meistaratitilinn í handknattleik karla þriðja árið í röð í gær. Medvediliðið vann CSKA, 32:21, í seinni úrslitaleik liðanna eftir að hafa unnið fyrri leikinn einnig nokkuð þægilega.
  • Lið Nyköbing og Odense Håndbold mætast í úrslitum dönsku bikarkeppninnar í handknattleik kvenna í dag. Nyköbing vann Köbenhavn Håndbold í undanúrslitum í gær og nýkrýndir meistarar, Odense, lögðu Herning-Ikast í hinum leik undanúrslitanna.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -