- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Aron, Sveinn, Viktor, Harpa, Aðalsteinn, Daníel, Aron

Aron Pálmarsson, leikamaður Aalborg. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk og átti fimm stoðsendingar þegar Aalborg vann Skive, 36:27, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Félagi Arons, Burster Juul, setti félagsmet þegar hann tók þátt í sínum 319. leik fyrir Aalborg. 
  • Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk úr fjórum tilraunum og var einu sinni vísað af leikvelli þegar lið hans SönderjyskE tapaði fyrir GOG, 32:31, á heimavelli í gær. Viktor Gísli Hallgrímsson stóð í stuttan tíma í marki GOG og varði 2 skot. GOG er efst í deildinni með 16 stig eftir átta leiki. Aalborg er í öðru sæti með 14 stig. SönderjyskE er ekki í góðri stöðu, situr í 12. sæti af 15 liðum. 
  • Harpa Rut Jónsdóttir skoraði eitt mark þegar lið hennar svissneska meistaraliðið LK Zug vann austurríska liðið Füchse Powersports, 37:26, í fyrri viðureign liðanna í annarri umferð Evrópubikarsins í handknattleik kvenna í gær. Liðin mætast öðru sinni á morgun. 
  • Ekkert lát er á sigurgöngu Kadetten Schaffhausen undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar. Í gær vann Kadetten stórsigur á Wacker Thun, 28:19, á heimavelli í svissnesku úrvalsdeildinni. Kadetten er með fullt hús, 18 stig, eftir níu leiki. 
  • Daníel Freyr Andrésson náði sér lítt á strik og varði 4 skot þegar Guif vann Lugi, 26:24, í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Aron Dagur Pálsson var í liði Guif í leiknum en kom lítið við sögu.  Guif er í níunda sæti deildarinnar með átta stig eftir átta leiki. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -