- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ásdís Þóra, Hannes Jón, Polman, Siewert, lagt af stað í Svíþjóð

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
  • Handknattleikskonan Ásdís Þóra Ágústsdóttir hefur verið með á æfingum Selfossliðsins síðustu daga. Svo kann að fara að hún leiki með Selfoss í Olísdeildinni. Það skýrist væntanlega fyrir lok vikunnar eftir því sem handbolti.is hefur hlerað. Ásdís Þóra flutti heim í sumar eftir ársdvöl hjá sænska liðinu Lugi og gekk til liðs við Val. Stóran hluta tímans í Svíþjóð var Ásdís Þóra í endurhæfingu eftir að hafa slitið krossband vorið 2020.
  • Lærisveinar Hannesar Jóns Jónssonar í Alpla Hard sitja einir í efsta sæti austurrísku 1. deildarinnar í handknattleik eftir þrjár umferðir með sex stig. Alpla Hard vann Linz á heimavelli í gær með sjö marka mun, 35:28. 

  • Aðdáendur hollensku handknattleikskonunnar Estavana Polman gátu tekið gleði sína í gær því hún lék sinn fyrsta leik með Nykøbing Falster í dönsku úrvalsdeildinni eftir langa mæðu. Polman lenti upp á kant við stjórnendur Esbjerg síðasta vetur eftir að hafa verið í basli í kjölfar þess að mæta á ný til leiks eftir krossbandaslit. Lauk viðskiptum hennar við félagið með brottrekstri.
  • Polman samdi við Nykøbing Falster í sumar en óvíst var hvenær hún gæti byrjað að leika aftur. Það tókst sem sagt í gær við mikla ánægju stuðningsmanna Nykøbing Falster sem sáu Polman m.a. skora eitt mark í sex marka sigri liðsins á heimavelli gegn Silkeborg-Voel, 35:29. Einnig átti hún eina stoðsendingu.

  • Jaron Siewert þjálfari Füchse Berlín í Þýskalandi er mættur til starfa á nýjan leik, ríflega fjórum vikum eftir að hann fékk vægt heilablóðfall. Siewert er aðeins 28 ára gamall og hefur þjálfað Berlínarliðið í tvö ár. Hann framlengdi samning sinn við félagið í sumar. 
  • Kristianstad vann sænsku meistarana Ystads IF, 29:28, á heimavelli í upphafsleik úrvalsdeildar karla í Svíþjóð í gærkvöld.  Íslendingar eru ekki á mála hjá félögunum. Keppni í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð hófst í síðustu viku eins og komið hefur fram á handbolta.is. 
handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -