- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Axel, Steinunn, Sylla, Rej

Axel Stefánsson t.h. er annar þjálfara Storhamar í Noregi. Mynd/Storhamar Håndball Elite
- Auglýsing -
  • Í annað sinn á nokkrum dögum varð Storhamar, liðið sem Axel Stefánsson þjálfar í norsku úrvalsdeild kvenna í handknattleik, að sætta sig við tap fyrir Evrópumeisturum Vipers Kristiansand. Að þessu sinni var munurinn sex mörk, 33:27, en leikið var í Kristiansand. Vipers er þar með komið upp í efsta sæti úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum níu leikjum. Storhamar er stigi á eftir en þetta var fyrsta tap liðsins í deildinni á leiktíðinni. Vipers hafði betur gegn Storhamar í átta liða úrslitum bikarkeppninnar fyrir skömmu. 
  • Steinunn Hansdóttir kom ekkert við sögu þegar lið hennar Skanderborg Håndbold vann Århus United, 26:20, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Skanderborg Håndbold mjakaðist upp í 10. sæti með sigrinum, hefur sjö stig eftir 10 leiki. Árósarliðið er hinsvegar í staðinn komið niður í næst neðsta sæti með fimm stig en hvorki hefur gengið né rekið hjá liðinu það sem af er leiktíðar. 
  • Yérime Sylla hefur tekið við þjálfun belgíska karlalandsliðsins í handknattleik í þriðja sinn á ferlinum en dags daglega þjálfar hann franska 1. deildarliðið Cesson Rennes. Sylla var fyrst landsliðsþjálfari Belgíu frá 2011 til 2014 og aftur frá 2015 til 2018 en þá hætti hann eftir að belgíska landsliðinu tókst ekki að tryggja sér þátttökurétt á HM í Danmörku og Þýskalandi. Belgar töpuðu fyrir Grikkjum í forkeppni HM í gærkvöld, 29:27. Í sama riðli unnu Tyrkir landslið Kósovó, 25:23. 
  • Leikstjórnandi Danmerkurmeistara Odense Håndbold, Mia Rej, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -