- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Berta, Harpa, Sunna, Donni, Viktor, Óskar, Elías, fimm Íslendingar

Berta Rut Harðardóttir leikmaður Holstebro håndbold. Mynd/Holstebro Håndbold
- Auglýsing -
  • Berta Rut Harðardóttir skoraði þrjú mörk fyrir Holstebro þegar liðið vann Roskilde Håndbold Kvinder í næst efstu deild í danska kvennahandboltanum í gær, 27:21, á heimavelli. Þetta var síðasti leikur Holstbroliðsins á árinu.  Holstebro er ásamt Bjerringbro í öðru til þriðja sæti deildarinnar með 18 stig efti 11 leiki, tveimur stigum á eftir EH Aalborg sem Andrea Jacobsen leikur með. 
  • Harpa Rut Jónsdóttir og Sunna Guðrún Pétursdóttir markvörður töpuðu naumlega með liði sínu GC Amicitia Zürich fyrir Yellow Winterthur, 32:31, á heimavelli í svissnesku A-deild kvenna í handknattleik í gærkvöld. Harpa Rut skoraði ekki mark. Sunna Guðrún hefur jafnað sig eftir fingurbrot í haust og lék með liðinu í leiknum. Hún varði fjögur skot, þar af eitt vítakast, 16%, þann tíma sem hún stóð á milli stanganna. GC Amicitia Zürich er í sjötta sæti deildarinnar. 
  • Kristján Örn Kristjánsson, Donni,  skoraði ekki mark fyrir PAUC í gær þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Nantes, 35:27, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Viktor Gísli Hallgrímsson var ekki með Nantes. Hann er ennþá fjarverandi vegna meiðsla. 
  • PAUC er í sjötta sæti deildarinnar með 15 stig eftir 14 leiki. Nantes er í þriðja sæti með 24 stig eftir 14 leiki. Montpellier er efst með 26 stig.
  • Viktor Petersen Norberg skoraði sjö mörk og Óskar Ólafsson eitt í tíu marka sigri Drammen á Sandnes, 30:20, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Óskar átti þrjár stoðsendingar og Viktor eina. Drammen er í öðru sæti deildarinnar fimm stigum á eftir Kolstad sem á leik til góða. 
  • Elías Már Halldórsson varð að sætta sig við að lið hans, Fredrikstad Bkl., tapaði með 10 marka mun fyrir Tertnes, 32:22, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Alexandra Líf Arnarsdóttir kom lítið við sögu Fredrikstad Bkl. Lovísa Thompson er ekki orðin gjaldgeng með Tertnes og var þar af leiðandi ekki í leikmannahópi liðsins. Tertnes komst úr neðsta sæti deildarinnar upp í það næsta neðsta með sigrinum.  Fredrikstad Bkl er í áttunda sæti af 12 liðum. 
  • Dana Björg Guðmundsdóttir, Katrín Tinna Jensdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir voru ekki á  meðal markaskorara þegar lið þeirra, Volda, tapaði fyrir Romerike Ravens, 29:25, í norsku úrvalsdeildinni í gær. Halldór Stefán Haraldsson er þjálfari Volda og Hilmar Guðlaugsson er aðstoðarþjálfari. Volda sem rekur lestina í deildinni með fjögur stig eftir 10 leiki
  • Kyndill, liðið sem Jakob Lárusson þjálfar í Færeyjum, tapaði fyrir H71 með sjö marka mun, 36:29, í fyrradag og er liðið í öðru sæti úrvalsdeildar kvenna með 15 stig eftir 11 leiki. H71 er með yfirburðalið í kvennadeildinni og aðeins tapað einu stigi í 11 viðureignum. Auk þess er H71 komið í 16-liða úrslit Evrópubikarkeppninnar annað árið í röð.  Turið Arge Samuelsen fyrrverandi leikmaður Hauka skoraði 11 mörk fyrir Kyndil í tapleiknum í fyrir H71 í fyrradag  í Hoyvík.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -