- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Berta, Kristín, flýtt í Eyjum, Aðalsteinn, æfingamót

Berta Rut Harðardóttir leikmaður Holstebro håndbold. Mynd/Holstebro Håndbold
- Auglýsing -
  • Berta Rut Harðardóttir var markahæst með sjö mörk þegar Holstebro tapaði á útivelli fyrir Bjerringbro, 33:28, í dönsku 1. deildinni í handknattleik. Þetta var annað tap Bertu og samherja í deildinni á leiktíðinni. Holstebro er í þriðja sæti með 16 stig eftir 10 leiki. Bjerringbro er í öðru sæti með 18 stig að loknum 11 leikjum. EH Aalborg sem Andrea Jacobsen leikur með, situr í efsta sæti með 18 stig og hefur lagt að baki 10 leiki. 
  • Kristín Aðalsteinsdóttir var í gær útnefnd sem sjálfboðaliði ársins, þegar borgarstjóri heiðraði sjálfboðaliða íþróttafélaganna í Reykjavík. Kristín hefur starfað fyrir handknattleiksdeild ÍR í ríflega þrjá áratugi og slær ekki slöku við. Hún hefur nú yfirumsjón með öllum leikjum ÍR í meistaraflokki karla og kvenna.
  • ÍBV og KA/Þór hafa komist að samkomulagi um að flýta viðureign liðanna í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í kvennaflokki um einn dag, frá miðvikudeginum 14. desember yfir á þriðjudaginn 13. desember. Þetta kom fram í tilkynningu mótanefndar HSÍ í gær. Viðureigninni hefur var frestað vegna ófærðar í síðasta mánuði. Næst á dagskrá er að semja við veðurguðina um hagstætt veður á næsta þriðjudag svo KA/Þórsliðið komist til Vestmannaeyja
  • Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari svissneska meistaraliðsins Kadetten Schaffhausen hefur endurheimt króatíska landsliðsmarkvörðinn Kristian Pilipovic innan við hálfs árs veru hjá Wisla Plock í Póllandi. Í staðinn fékk  Plock markvörðinn Ignacio Biosca. Pilipovic, sem lék með Kadetten frá 2018 og til loka leiktíðar í vor samdi við félagið til 30 mánaða. Biosca verður hins vegar aðeins samningsbundinn Plock fram á mitt næsta ár. 
  • Norska landsliðið í handknattleik karla verður gestgjafi fjögurra liða móts sem fram fer í Þrándheimi 5. til 8. janúar, skömmu fyrir HM. Auk norska landsliðsins mæta til leiks landslið Bandaríkjanna, Brasilíu og Portúgal. Portúgalska liðið verður í riðli með íslenska landsliðinu á HM sem hefst í Svíþjóð og í Póllandi 11. janúar og stendur yfir til 29. sama mánaðar.

     
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -