- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Birgir og Katrín best, Stefán, Soffía, Daníel, Katrín Anna og fleiri, Odense og Sostaric

Katrín Helga Sigurbergsdóttir, Soffía Steingrímsdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir og Rut Bernódusdóttir. Mynd/Grótta
- Auglýsing -
  • Birgir Steinn Jónsson og Katrín Helga Sigurbergsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokks karla og kvenna hjá Gróttu á keppnistímabilinu á lokahófi meistaraflokka félagsins sem haldið var á föstudaginn. Stefán Huldar Stefánsson og Soffía Steingrímsdóttir voru valin mikilvægustu leikmennirnir. 
  • Efnilegust voru valin Daníel Örn Griffin og Katrín Anna ÁsmundsdóttirHannes Grimm fékk viðurkenningu fyrir að vera kominn í 100 leikjaklúbbinn hjá félaginu. Ágúst Emil Grétarsson, Jóhann Reynir Gunnlaugsson og Rut Bernódusdóttir fengu viðukenningu fyrir 50 leiki. 
  • Odense Håndbold var danskur meistari í handknattleik kvenna á laugardaginn eftir að hafa unnið Viborg öðru sinni í úrslitum, 30:26. Um er að ræða fyrsta meistaratitil Odense Håndbold. Lois Abbingh skoraði 12 mörk í leiknum fyrir meistarana. Kristina Jørgensen skoraði 11 sinnum fyrir Viborg. 
  • Nenad Sostaric var valinn besti þjálfari kvennaliðs fyrir árið 2020 í árlegu kjöri sem vefsíðan Handball-Planet stóð fyrir. Sostaric stýrði króatíska landsliðinu á EM í Danmörku í desember. Króatíska landsliðið kom flestum á óvörum á mótinu og hafnaði í þriðja sæti sem er langbesti árangur hjá króatíska kvennalandsliðinu á Evrópumeistaramóti.  Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs, hafnaði í öðru sæti og þjálfari danska landsliðsins, Jesper Jensen, varð þriðji.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -