- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Birkefeld látinn, þrír fara, í öðrum flokki, þungt hljóð, Arnór

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Frank Birkefeld fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, lést á fimmtudaginn á 83. aldursári. Birkefeld var framkvæmdastjóri þýska handknattleikssambandsins frá 1973 til 1991. Birkefeld var ráðinn framkvæmdastjóri IHF árið 1995 og var við störf í 12 ár uns hann kaus að fara á eftirlaun. 
  • Pólska meistaraliðið Barlinek Industria Kielce dregur aðeins saman seglin í sumar í fjárhagslegu tilliti. M.a. er ljóst að Mateusz Kornecki, Miguel Sanchez-Migallon og Damian Domagała leika ekki áfram með liðinu á næsta keppnistímabili. Allir hafa þeir verið í herbúðum liðsins í fjögur ár. Ekki stendur til að leikmennn komi í þeirra stað. 
  • Dregið verður í riðla í Meistaradeildum karla og kvenna í handknattleik á þriðjudaginn. Liðunum 16 í hvorri keppni hefur verið raðað niður í styrkleikaflokka. Athygli vekur að lið nýkrýndra Evrópumeistara SC Magdeburg er í öðrum styrkleikaflokki af fjórum. Barcelona, THW Kiel, Barlinek Industria Kielce, Paris Saint-Germain Handball, GOG og Telekom Veszprém HC hefur verið raðað í efsta flokkinn. 
  • Þungt er hljóðið í forráðamönnum norska úrvalsdeildarliðsins Storhamar eftir að þeim var hafnaði um sæti í Meistaradeild kvenna á næsta keppnistímabili. Storhamar, sem er næst besta kvennalið Noregs, var með í keppninni á síðasta keppnistímabili og stóð sig afar vel. Mörgum þykir skjóta skökku við að aðeins eitt norskt lið sé á meðal 16 þátttökulið í keppninni, Evrópumeistarar Vipers, meðan Ungverjar fá sæti fyrir þrjú lið. Formaður norska handknattleikssambandsins hefur lagst á árar með forráðamönnum Storhamar. Líklegt er að forráðamenn Handknattleikssambands Evrópu láti mótmælin sem vind um eyru þjóta áður en dregið verður í riðla á þriðjudaginn. 
  • Danska handknattleiksliðið Aalborg Håndbold kveður Arnór Atlason á samfélagsmiðlasíðum sínum í morgunsárið. Arnór hefur undanfarin sjö ár verið hjá félaginu, fyrst sem leikmaður í tvö ár og síðar sem aðstoðarþjálfari. Arnór hefur látið af störfum. Nærri ár er liðið síðan Arnór skrifaði undir samning við danska úrvalsdeildarliði TTH Holstebro um að taka við þjálfun liðsins í sumar. 
  • Áður en að Arnór tekur formlega til óspilltra málanna hjá Holstebro lýkur hann störfum hjá danska handknattleikssambandinu. Hann stýrir nú U21 árs landsliði Dana á heimsmeistaramótinu í Grikklandi og Þýskalandi. Danir mæta grönnum sínum frá Svíþjóð í milliriðlakeppni 16-liða úrslita í dag. 
  • Arnór kemur til starfa hjá íslenska karlalandsliðinu í vetur en hann var ráðinn aðstoðarþjálfari um leið og Snorri Steinn Guðjónsson tók við starfi landsliðsþjálfara.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -