- Auglýsing -
- Danska úrvalsdeildarliðið í handknattleik kvenna, Viborg HK, hefur verið bjargað frá gjaldþroti. Síðustu vikur hafa forsvarsmenn félagsins róið lífróður með von um að geta bjargað félaginu. Í gær var tilkynnt að nú sjáist til lands og bjartari tímar væri framundan með hækkandi sól. Úrvalsdeildarlið Randers rúllaði yfir í haust.
- Slóveninn Miha Zarabec hefur ákveðið að kveðja THW Kiel eftir leiktíðina um mitt næsta ár og ganga til liðs við Wisla Plock. Zarabec hefur verið í sex ár hjá Kiel en hann kom á sínum tíma frá RK Celje.
- Eftir að Xavi Pascual hryggbraut franska liðið PSG á dögunum með því að framlengja samning sinn við Dinamo Búkarest virðist stefna í að Spánverjinn Raúl González framlengi samning sinn við félagið eftir því sem franska íþróttablaðið L’Equipe hefur heimildir fyrir.
- Simon Gade markvörður dönsku bikarmeistaranna Aalborg Håndbold er sagður fara til Hannover-Burgdorf í sumar þegar danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin flytur til Álaborgar frá Kiel.
- Miklir fjárhagserfiðleikar steðja að pólska meistaraliðinu Kielce en illa hefur gengið hjá stjórnendum að fá nýjan og öflugan samstarfsaðila í stað drykkjarvörufyrirtækisins Łomża sem hefur ákvað í haust að halda ekki áfram samstarfi þegar núverandi samningur rennur út á næsta ári. Af þessu ástæðum er rætt um að einhverjir leikmenn Kielce rói á ný mið næsta sumar. Meðal þeirra er línumaðurinn sterki, Artsem Karalek, sem er sagður vera undir smásjá Barcelona. Evrópumeistarar Barcelona leita að línumanni í stað Frakkans Ludovic Fabregas sem gengur til liðs við Veszprém í Ungverjalandi í sumar.