- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Broch, Wester, Benedikt, Engelhardt, Daszek, Norðmenn

Yvette Broch t.v. að skora fyrir Györ áður en hún hætti keppni 2918. Broch er á leið til CSM í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Ein helsta handknattleikskona Hollands. Yvette Broch, yfirgefur franska liðið Metz í sumar og flytur til Búkarest í Rúmeníu þar sem hún ætlar að leika með meistaraliðinu CSM næstu tvö ár. Broch, sem stendur á þrítugu, hætti að leika handbolta 2018 og virtist ekki líkleg til að draga fram skóna á ný. Undir lok síðasta árs dúkkaði hún upp hjá franska liðinu Metz og gerði skammtímasamning. Nú virðist hún njóta þess að leika handknattleik á ný og ætlar að taka slaginn með CSM næstu árin.
  • Landar hennar Martine Smeets og Tess Wester koma einnig til CSM í sumar þegar þær kveðja Odense Håndbold.
  • Handknattleiksmaðurinn efnilegi hjá Val, Benedikt Gunnar Óskarsson, meiddist í leik með með ungmennaliði Vals gegn ungmennaliði Fram í Grill 66-deildinni í fyrrakvöld. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. Það skýrist betur eftir nokkra daga. Grunur leikur á að Benedikt hafi handarbrotnað, jafnvel brotið hafi bátsbein. Hann hefur skorað 117 mörk í 13 leikjum með ungmennaliði Vals í Grill 66-deildinni á leiktíðinni.
  • Jörg Engelhardt, 52 ára gamall, hefur tekið fram handknattleiksskóna á nýjan leik og verður varamarkvörður þýska 2. deildarliðsins Lübeck-Schwartau á næstunni vegna fjarveru annars af markvörðum liðsins, Dennis Klockmann.
  • Michal Daszek skoraði sigurmark Pólverja á síðustu sekúndu leiks Pólverja og Slóvena í 5. riðli undankeppni EM á heimavelli í gær. Þar með lifa Pólverjar í voninni um að komast í lokakeppni EM að ári. Þeir sækja Erling Richardsson og lærisveina í hollenska landsliðinu heim á sunnudag í lokaumferðinni.
  • Nítján marka sigur Norðmanna á Lettum, 36:17, í undankeppni EM er stærsti sigur þeirra í undankeppni síðan Noregur vann Lúxemborg, 29:8, fyrir 26 árum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -