- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Carsten og fleiri, upplausn í Árósum, Hvidt

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Frank Carsten hefur verið ráðinn þjálfari þýska liðsins HSG Wetzlar. Carsten hætti hjá GWD Minden í lok nýliðins keppnistímabils eftir átta ára starf. Aðalsteinn Eyjólfsson fyllir sæti hans hjá Minden. 
  • Carsten er fimmti þjálfarinn hjá HSG Wetzlar á einu ári. Tveir voru látnir taka pokann sinn áður. Jasmin Camdizic og Filip Mirkulovski tóku tímabundið við á endasprettinum þegar Hrvoje Horvat varð að taka pokann sinn í byrjun apríl þegar upp komst að hann hafði samið við Kadetten Schaffhausen að verða eftirmaður Aðalsteins sem að ofan er getið. Horvat hafði verið þjálfari síðan í desember. 
  • Franska handknattleiksliðið PAUC hefur samið við örvhenta skyttu, Sime Ivic, sem leikið hefur með Leipzig í Þýskaland. Ivic er króatískur landsliðsmaður. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við PAUC. Ivic leikur sömu stöðu og landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni
  • Hálfgerð upplausn hefur ríkt innan danska úrvalsdeildarliðsins Aarhus United sem landsliðskonurnar Birna Berg Haraldsdóttir og Thea Imani Sturludóttir léku með fyrir nokkrum árum. Fyrir nokkru var þjálfarinn látinn taka pokann sinn eftir langvarandi óviðunandi samskipti við leikmenn liðsins. Var þá talið að málum væri lokið og ró kæmist á. Sú varð ekki raunin. 
  • Nokkru síðar hætti formaðurinn og nú hefur framkvæmdastjórinn einnig verið leystur frá störfum. Framkvæmdastjórinn var jafnframt varaformaður stjórnar. Ný stjórn hefur tekið við eftir hallarbyltingu á dögum. Ekki eru mörg ár liðin síðan Aarhus United var svo gott sem gjaldþrota á miðju keppnistímabili. Óvíst er ennþá hvaða áhrif upplausnin innan félagsins hafi á leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð og þar af leiðandi árangurinn. Að margra mati þykir ekki blása byrlega um þessar mundir. 
  • Lengi hefur brösulega gengið að halda úti sterku kvennaliði í handknattleik í Árósum, af einhverjum ástæðum. Aarhus United var á sínum tíma enn ein tilraunin sem lítið hefur orðið úr.
  • Kasper Hvidt, sem um árabil var einn besti markvörður heims í handknattleik karla og aðalmarkvörður danska landsliðsins á undan Niklas Landin, er án atvinnu. Hvidt hefur síðustu sex ár verið allt í öllu hjá dönsku tölvuleikjafélagi sem þykir í allra fremstu röð. Honum var gert að axla sín skinn í gær á miðju keppnistímabili.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -