- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Dagur, Guigou, Pérez, Hansson, Arnór Þór

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Japanska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Dags Sigurðssonar, tapaði fyrir franska landsliðinu í æfingaleik í Japan í gær, 47:32. Staðan var 18:14 að loknum fyrri hálfleik. Í þeim síðari opnuðust allar flóðgáttir til fulls og mörkin streymdu fram. Þetta var síðasti æfingaleikur beggja landsliða áður en handknattleikskeppni Ólympíuleikanna hefst á laugardaginn. Um leið var þetta fyrsti leikur japanska landsliðsins síðan á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar. 
  • Michael Guigou lék sinn 300. landsleik fyrir Frakkland gegn Japan í gær. Það er annar stóri áfangi hans á skömmum tíma með landsliðinu en á HM í Egyptalandi þá skoraði Guigou sitt þúsundasta mark fyrir liðið. Hann lét nægja að bæta einu marki við í safnið í 300. landsleiknum. 
  • Carlos Pérez sem sagt var upp störfum hjá Veszprém í Ungverjalandi í byrjun júní hefur verið endurráðinn en nú í annað starf. Pérez var aðstoðarþjálfari karlaliðsins. Hann hefur nú tekið við starfi í akademíu ungverska liðsins. Pérez  var um árabil leikmaður ungverska landsliðsins en hann er af kúbönsku bergi brotinn.
  • Sænski hægri hornamaðurinn Emil Hansson hefur gengið til liðs við Bergischer HC í þýsku 1. deildinni. Hann á að deila stöðunni í hægra horninu með Arnóri Þór Gunnarssyni.  Hansson skrifaði undir eins árs samning. Hann lék síðast með Helsingborg.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -