- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Díana Dögg, Lindberg, Lindskog, Karabatic, Füchse, Flippers

Díana Dögg Magnúsdóttir. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -
  • Díana Dögg Magnúsdóttir fyrirliði BSV Sachsen Zwickau er í 21. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar. Hún hefur skorað 39 mörk. Alina Grijseels, leikmaður Dortmund, er markahæst í deildinni með 62 mörk. 
  • Hans Lindberg varð í fyrrakvöld næst markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar frá upphafi. Með 10 mörkum fyrir Füchse Berlín í sigri á Leipzig hefur Lindberg skorað 2.877 mörk  og komst þar með upp fyrir landa sinn Lars Christiansen sem skoraði 2.875 mörk á sínum tíma fyrir Flensburg. Lindberg er aðeins 28 mörkum á eftir Suður Kóreubúanum Kyung-Shin Yoon sem er markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar með 2.905 mörk. 
  • Sænski línumaðurinn Anton Lindskog sagði í samtali við Kristianstadsbladet að hann vilji gjarnan yfirgefa herbúðir Flensburg nú þegar. Forráðamenn félagsins eru á öðru máli og segja Svíann fara hvergi. Lindskog kom til Flensburg sumarið 2021 frá Wetzlar en hefur ekki fest yndi í Flensburg. Lindskog hefur lítið fengið að leika með liðinu enda er fyrir í bæli á línunni Johannes Golla fyrirliði þýska landsliðsins. 
  • Nikola Karabatic segist gjarnan vilja lengja veru sína hjá PSG fram á sumarið 2024 og ljúka ferlinum með franska landsliðinu á heimavelli þá um sumarið.  Karabatic er 38 ára gamall og hefur verið í hópu bestu handknattleiksmanna heims í tvo áratugi. 
  • Füchse Berlin er efst í þýsku 1. deildinni þegar keppni er um það bil hálfnuð. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið verður miðsvetrarmeistari í þýskum handknattleik en svo kallast það lið sem trónir á toppi 1. deildar karla þegar keppni er hálfnuð. 
  • Franska landsliðskonan Laura Flippes gengur til liðs við CSM Búkarest í sumar. Flippers, sem er 28 ára gömul, hefur í nærri þrjú ár leikið með Paris 92 en var áður hjá Metz.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -