- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Díana Dögg, Odden, Orri Freyr, Tryggvi, Sölvi, Wong

Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Sachsen Zwickau. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -
  • Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í þýska 1. deildarliðinu BSV Sachsen Zwickau höfnuðu í öðru sæti á fjögurra liða móti í Tékklandi sem lauk á sunnudaginn. Liðið vann DHC Plzen, 32:25, gerði jafntefli Ruch Chorzów, 28:28, en tapaði fyrir franska liðinu ATH handball (Achenheim Truchtersheim Handball), 27:25.  
  • Sara Odden, sem lék um árabil með Haukum, gekk til liðs við BSV Sachsen Zwickau í sumar. Hún náði sér vel á strik á mótinu. Í mótslok fékk BSV Sachsen Zwickau bikar sem Díana Dögg tók við fyrir hönd liðsins. 


  • Áfram heldur BSV Sachsen Zwickau að leika æfingaleiki og búa sig undir komandi keppnistímabil sem hefst í 7. september. Á morgun leikur Zwickau við tékknesku meistarana Banik Most frá í Zwickau. Lið Banik Most leikur í Meistaradeild Evrópu á næst keppnistímabili. 
  • Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk fyrir norska meistaraliðið Elverum er það vann Drammen, 31:28, á æfingamóti sem fram fór í Elverum fyrir og um nýliðna helgi. Fyrr á mótinu tapaði Elverum fyrir sænska liðinu Sävehof, sem Tryggvi Þórisson gekk til liðs við á dögunum, en vann Runar frá Sandefjord. Tryggvi skorað eitt af mörkunum 34 gegn Elverum.
  • Sölvi Ólafsson markvörður Selfoss hafa ákveðið að taka sér frí frá handknattleik. Jafnvel er hann alveg hættur eftir því sem handbolti.is hefur heyrt. Sölvi hefur leikið með Selfossliðinu um árabil og átti hvern stórleikinn á fætur öðrum í úrslitaeinvígi Selfoss og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2019. Alexander Hrafnkelsson, Jón Þórarinn Þorsteinsson, markvörður U20 ára landsliðsins, og Vilius Rasimas verða markverðir Selfoss á komandi leiktíð. Sá síðarnefndi framlengdi samning sinn í sumar.  

  • Hollenski handknattleiksmaðurinn Wai Wong hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Staffan Olsson landsliðsþjálfara með karlandsliðið. Eins og handbolti.is sagði frá á dögunum var Olsson ráðinn eftirmaður Erlings Richardssonar sem hætti þjálfun hollenska landsliðsins í byrjun júní. Wong er 36 ára gamall og lék lengst af í heimalandi sínu en náði þremur tímabilum í Þýskalandi með Lemgo og Dormagen frá 2009 til 2012. 

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -