- Auglýsing -

Molakaffi: Donni, Grétar Ari, Elliði Snær, Tumi Steinn, Hannes Jón, Aðalsteinn

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikmaður PAUC í Frakklandi og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
  • Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði tvö mörk þegar lið hans PAUC vann Créteil örugglega á heimavelli, 30:26, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. PAUC er í þriðja sæti með 34 stig eftir 23 leiki. Nantes situr í öðru sæti með 37 stig og PSG er efst með 44 stig og á leik til góða. Alls verða leiknar 30 umferðir í frönsku 1. deildinni.
  • Nice, liðið sem Grétar Ari Guðjónsson er markvörður hjá, féll niður í sjöunda sæti frönsku 2. deildarinnar í gærkvöld þegar liðið tapaði með sjö marka mun, 29:22, á útivelli fyrir Sélestat. Grétar Ari varði átta skot í marki Nice, 29%.
  • Elliði Snær Viðarsson skoraði fjórum sinnum í jafn mörgum tilraunum þegar Gummersbach vann Hamm-Westfalen örugglega á heimavelli, 37:29, í þýsku 2. deildinni í gærkvöld. Gummersbach er efst með 46 stig eftir 28 leiki, er sex stigum á undan Nordhorn sem er í öðru sæti.
  • Tumi Steinn Rúnarsson og félagar í Coburg áttu að sækja liðsmenn Bietigheim í gærkvöld í þýsku 2. deildinni. Leiknum var frestað með skömmum fyrirvara vegna þakleka í keppnishöll Bietigheim í kjölfar mikillar rigningar.
  • Hannes Jón Jónsson og lærisveinar í austurríska meistaraliðinu Alpla Hard töpuðu í gær fyrir Aon Fivers í toppslag austurrísku 1. deildarinnar, 31:30. Þar með varð Aon Fivers deildarmeistari með 35 stig í 22 leikjum. Hard var stigi á eftir.
  • Ekkert hik er hinsvegar á liðsmönnum Kadetten Schaffhausen í Sviss sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar. Kadetten vann öruggan sigur á St Gallen, 35:25, á heimavelli í gærkvöldi. Kadetten en langefst í A-deildinni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -