- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Donni, Pytlick, Mensah, Obradovic, Jaganjac

Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd /PAUC
- Auglýsing -
  • Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fjögur mörk í sex skotum þegar lið hans PAUC komst í átta liða úrslit frönsku bikarkeppninnar í gærkvöld með því að vinna Limoges, 36:34,  á útivelli. 
  • Jan Pytlick, sem þjálfar karlalið SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni sem Sveinn Jóhannsson leikur með hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu frá og með næsta sumri.  Pytlick, sem um árabil var þjálfari danska kvennalandsliðsins, hyggst hætta í þjálfun og snúa sér að öðrum störfum. Hann hefur verið þjálfari í rúm 30 ár.
  • Danski landsliðsmaðurinn Mads Mensah er ekki á leið til Aalborg Håndbold á næstunni eins og vangaveltur hafa verið uppi um. Mensah framlengdi í gær samning sinn við Flensburg fram á mitt árið 2024.
  • Serbneska handknattleikskonan Marija Obradovic hefur samið við Horsens í Danmörku og verður gjaldgeng með liðinu á næstu dögum þegar landsleikjahléið verður á enda. Obradovic, sem er 29 ára gömul,  hefur verið hjá Metzingen í fimm ár en hefur lítið leikið síðustu þrjú árin vegna þrálátra meiðsla í hné.  Mesta basl hefur einnig verið á Horsensliðinu í dönsku úrvalsdeildinni. Forsvarsmenn félagsins létu þjálfann axla sín skinn um miðjan september og réðu í hans stað Jan Leslie sem stýrði CSKA Moskvu á síðasta tímabili. Norski markvörðurinn Emily Stang Sando samdi við Horsens á dögunum. 
  • Króatíska stórskyttan Halil Jaganjac hefur staðfest við fjölmiðla í heimalandinu að hann gangi til liðs við Lomza Vive Kielce á næsta sumri. Jaganjac er 23 ára gamall og tveir metrar á hæð. Honum skaut snemma fram á sjónarsviðið og 18 ára gamall samdi Jaganjac við PSG í Frakklandi en tókst ekki að skjóta rótum hjá stórliðinu. Eftir það lék Jaganjac með Metalurg í Norður Makedóníu áður en hann gekk til liðs við RK Nexe í heimalandi sínu fyrir tveimur árum. Jaganjac  á að baki 12 A-landsleiki sem hann hefur skorað í 31 mark.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -