- Paul Drux, leikmaður Füchse Berlín, varð að draga sig út úr þýska landsliðinu sem tekur þátt í forkeppni Ólympíuleikanna um helgina. Drux er meiddur á hné og er á leið í speglun af þeim sökum.
- Ungverska meistaraliðið Veszprém hefur tryggt sér starfskrafta Egyptans Omar Yahia Khaled til ársins 2025. Omar Yahia Khaled er 23 ára gamall og örvhent skytta sem vakti verðskuldaða athygli á heimsmeistaramótinu í janúar. Hann hefur leikið sem lánsmaður hjá Veszprém undanfarin tvö ár frá Zamalek HC í heimalandi sínu. Hann á alls 65 leiki að baki með Veszprém sem hann hefur skorað í 192 mörk. Alls er landsleikir Khales orðinir 31 og mörkin 65.
- Adrian Vasile hefur framlengt samning sinn um þjálfun rúmenska kvennaliðsins CSM Búkaresti. Hann hefur stýrt liðinu í tvö ár með góðum árangri. Vasile var í byrjun ársins ráðinn þjálfari rúmenska kvennalandsliðsins og mun hafa í mörg horn að líta á næstunni.
- Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 9 skot og var með tæplega 30% markvörslu og Steinunn Hansdóttir skoraði tvö mörk fyrir Vendsyssel í gærkvöld þegar liðið tapaði naumlega fyrir Holstebro í lokaleik sínum í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 29:28. Vendsyssel var fallið úr úrvalsdeildinni fyrir leikinn í gærkvöld.