- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ekki spenntir fyrir HM, Dibirov í eftirsóttum hóp, farinn heim og Motor vann

Niklas Landin hefur samið við Kiel ársins 2025. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Niklas Landin, landsliðsmarkvörður Dana og þýska meistaraliðsins THW Kiel, segist ekki vera hrifinn af því að heimsmeistaramótið í handknattleik fari fram í janúar. “Eins og ástandið er í heiminum í dag er ég ekki hrifinn að því að taka þátt í HM,” sagði Landin í gær. 

Maik Machulla, þjálfari Flensburg, segir að það eigi að fresta heimsmeistaramótinu um ár. Janframt segir að hann að heims,- og Evrópumót eigi að fara fram á fjögurra ára fresti en ekki annað hvert ár eins og verið hefur um árabil. “Allt snýst þetta um peninga,” sagði Machulla. 

Rússneski hornamaðurinn Timur Dibirov varð í fyrrakvöld fjórði handknattleiksmaðurinn til þess að skora meira en 900 mörk í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Dibirov skoraði fimm mörk þegar Varar mættir Vive Kielce og tapaði, 33:29. Hann hefur nú skoraði 902 mörk. Kiril Lazarov er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi með 1.345 mörk. Nikola Karabatic hefur skorað 1.089 og Momir Ilic er þriðji með 969 mörk.

Finnski landsliðsmaðurinn Nico Rönnberg hefur gefist upp á vistinni hjá US Ivry í Frakklandi og snúið heim til Finnlands. Rönnberg gekk til liðs við franska liðið í sumar eftir sjö ára veru hjá Cooks í heimalandinu.  Hvort hann gengur á ný til liðs við finnsku meistarana eða rær á önnur mið liggur ekki ljóst fyrir. 

Motor Zaporozhye  vann stórsigur á Handball Academy, 42:23, í úkraínsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gærkvöld. Roland Eradze er aðstoðarþjálfari Motor sem er efst í deildinni með 10 stig eftir fimm umferðir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -