- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Elias, Andri Már, Kristófer Máni, Mayerhoffer og fleiri

Elias Ellefsen á Skipagøtu skoraði 55 mörk á HM U21 árs landsliða. Mynd/IHF/ Anze Malovrh / kolektiff
- Auglýsing -
  • Færeyski handknattleiksmaðurinn Elias Ellefsen á Skipagøtu er markahæstur á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða sem fram fer í Grikklandi og í Þýskalandi. Elias hefur skoraði 39 mörk í fimm leikjum, 7,8 mörk að jafnaði í leik. Næstur á eftir eru Japaninn, Naoki Fujisaka, og Argentínubúinn, Nicols Jung Martin, með 36 mörk hvor, 7,2 að meðaltali í leik. Enginn Íslendingur er á meðal 35 markahæstu á mótinu.
  • Elias er einnig efstur á lista yfir flestar stoðsendingar á heimsmeistaramótinu. Hann hefur gefið 31 stoðsendingu, 6,2 að jafnaði í leik. Reyndar má segja að tölfræðin hjá Elíasi gildi fyrir fjóra leiki því hann kom ekkert sögu í gær þegar færeyska landsliðið vann portúgalska landsliðið í síðustu umferð milliriðlakeppninnar. Færeyski þjálfarinn gat leyft sér þann munað að hvíla nokkra öfluga leikmenn. 
  • Andri Már Rúnarsson er þriðji á lista yfir þá sem gefið hafa flestar stoðsendingar á mótinu, 23, eða 4,6 að meðaltali í leik.  Andri Már er meðal efstu manna, í fjórða sæti, á lista þeirra sem oftast hafa nappað boltanum af andstæðingnum. Andri Már hefur unnið boltann fimm sinnum, að jafnaði einu sinni í leik. 
  • Enginn hefur nýtt skot sín betur á heimsmeistaramótinu en Hafnfirðingurinn Kristófer Máni Jónasson. Hann hefur skorað úr 15 af 16 skotum sínum á mótinu samkvæmt tölfræði mótsins. Grikki og Frakki hafa einnig aðeins geigaði á einu skoti á mótinu en þeir hafa sjaldnar kastað boltanum að marki andstæðinganna en Kristófer. 
  • Kristófer Máni er á meðal átta leikmanna á mótinu sem ekki hefur brugðist bogalistin í hraðaupphlaupi, fimm mörk í fimm hraðaupphlaupum. 
  • Hartmut Mayerhoffer fyrrverandi þjálfari Göppingen er sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá HC Erlangen í Nürnberg. Mayerhoffer var sagt upp hjá Göppingen  í nóvember eftir fjögurra ára starf í kjölfar dapurlegs árangurs á fyrstu vikum tímabilsins. Raúl Alonso sem þjálfaði Erlangen síðari hluta tímabilsins hverfur aftur í fullt starfs sem íþróttastjóri Erlangen eins og hann var upphaflega ráðinn til fyrir meira en ári. Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari HC Erlangen.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -