- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Elín Jóna, Arnór, Pálmi Fannar, Signý Pála, neikvæðir, Schöngarth

Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður. Mynd/Ringköbing Håndbold
- Auglýsing -
  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður stóð á milli stanganna í marki Ringkøbing Håndbold í gærkvöld þegar liðið sótti Aarhus United heim og tapaði, 29:24, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Aarhus United sneri leiknum sér í hag á síðustu 20 mínútunum en liðið var fjórum mörkum undir, 20:16, þegar liðlega 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Elín Jóna varði sjö skot, 20%. Ringkøbing Håndbold er í níunda sæti deildarinnar með sjö stig eftir 13 leiki. Aarhus United er fimm stigum ofar en í áttunda sæti. 
  • Arnór Atlason hefur sagt lausu starfi sínu sem þjálfari U21 ár landsliðs Dana í handknattleik karla frá og með sumrinu en þá tekur hann við þjálfun úrvalsdeildarliðsins TTH Holstebro. Samfara aukinni vinnu og ábyrgð þá telur Arnór rétt að hætta þjálfun yngri landsliða Dana sem hann hefur sinnt síðustu þrjú ár samhliða því að vera aðstoðarþjálfari karlaliðs Aalborg Håndbold.  Líklegt má telja, þótt það komi ekki fram í tilkynningu, að Arnór stýri U21 árs landsliði Dana á HM sem fram fer í Grikklandi og Þýskalandi frá 20. júní til 2. júlí, áður en hann snýr sér alfarið að þjálfun TTH Holstebro.
  • Pálmi Fannar Sigurðsson leikur ekki fleiri leiki með HK í Grill 66-deildinni á leiktíðinni. Hann er farinn til Barcelona vegna flugnáms en er væntanlegur heim á ný í sumar.  Pálmi Fannar hefur verið fyrirliði HK-liðsins sem er efst í Grill 66-deildinni. Hann var með allra öflugustu varnarmönnum Olísdeildarinnar leiktíðina 2021/2022. 
  • Signý Pála Pálsdóttir markvörður er kominn á ný til Vals eftir að hafa leikið sem lánsmaður hjá Gróttu í haust og fram að áramótum. 
  • Portúgalska landsliðið kom til Kristianstad fyrri hluta dags í gær en þar mun það leika í riðli með íslenska landsliðinu, því ungverska og suður kóreska  í riðlakeppni HM. Í tilkynningu kemur fram að allir leikmenn og starfsmenn hafi reynst neikvæðir við skimun fyrir covid. Portúgalar geta þar með teflt fram sinni vöskustu sveit í mótinu, alltént í þremur fyrstu leikjunum. Þjálfarinn Paulo Pereira tekur út leikbann í tveimur fyrstu viðureignunum eins og kom fyrsta fram á handbolti.is í gær. 

    Einnig var greint frá því í gær að þýska landsliðið hafi allt mælst neikvætt og geta þar af leiðandi hafið keppni á HM í Katowice í Póllandi á föstudaginn.
  • Þýski handknattleiksmaðurinn Jens Schöngarth hefur gengið til liðs við Balingen-Weilstetten og verður þar með liðsfélagi Daníels Þórs Ingasonar og Odds Gretarssonar hjá toppliði þýsku 2. deildarinnar. Schöngarth hvarf skyndilega frá borði hjá Sporting Lissabon rétt fyrir áramót.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -