- Auglýsing -
- Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Sigurjón Guðmundsson voru útnefnd handknattleikskona og handknattleikskarl ársins hjá HK á íþróttahátíð félagsins sem haldin var á miðvikudagskvöld. Í flokki ungmenna voru þau Embla Steindórsdóttir og Ingibert Snær Erlingsson valin efnilegust.
- Kolbrún Arna Garðarsdóttir var valin handknattleikskona ársins hjá Fjölni í vikunni þegar íþróttafólk úr öllum deildum félagsins var heiðrað. Elvar Otri Hjálmarsson er handknattleiksmaður Fjölnis.
- Eva Dís Sigurðardóttir, markvörður, var valin handknattleikskona Aftureldingar þegar deildir félagsins tilnefndu íþróttamenn í kjöri á íþróttafólki félagsins sem útnefndir verða á gamlársdag.
- Róbert Dagur Davíðsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við handknattleiksdeild FH. Róbert Dagur, sem er 16 ára gamall, spilar í stöðu vinstri hornamanns og er einn fjölmargra efnilegra leikmanna sem eru að koma úr yngri flokka starfi félagsins.
- Sveinn Jóhannsson skoraði ekki mark fyrir SönderjyskE í gærkvöld þegar liðið tapaði með sex marka mun fyrir bikarmeisturum Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 30:24, á heimavelli. SönderjyskE er í 11. sæti af 15 liðum deildarinnar eftir leikinn í gærkvöld með 11 stig eftir 16 leiki.