- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Emelía, Ágúst, Hrafnhildur, Einar Örn, Tryggvi, Herrem, Markussen

Emelía Ósk Steinarsdóttir, efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna hjá FH á síðasta keppnistímabili. Mynd/FH
- Auglýsing -
  • Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir og Ágúst Birgisson voru valin bestu leikmenn meistaraflokka karla og kvenna hjá FH á nýliðinni leiktíð. Fengu þau viðurkenningar þess efnis í lokahófi um síðustu helgi. 
Einar Örn Sindrason með sína viðurkenningu. Mynd/FH
  • Emelía Ósk Steinarsdóttir og miðjumaðurinn Einar Örn Sindrason urðu fyrir valinu á efnilegustu leikmönnum meistaraflokka FH.
  • Línu- og varnarmaðurinn sterki á Selfossi, Tryggvi Þórisson, verður ekki með U19 ára landsliðinu í handknattleik á Evrópumótinu í Króatíu í ágúst eftir því sem næst verður komist. Tryggvi fór í aðgerð á öxl á dögunum og verður frá keppni um tíma af þeim sökum. Fjarvera Tryggva verður mikil blóðtaka fyrir U19 ára landsliðið en Tryggvi var öflugasti varnarmaður Selfossliðsins á nýliðinni leiktíð þótt ungur sé.
  • Norska landsliðskonan Camilla Herrem er síður en svo að draga saman seglin. Hún hefur framlengt samning sinn við Sola í heimalandi sínu til ársins 2025. Herrem, sem er 34 ára gömul hefur leikið með Sola í fjögur ár. Þessa dagana býr hún sig undir þátttöku á Ólympíuleikunum með norska landsliðinu en það dvelur í æfingabúðum í Frakklandi
  • Nikolaj Markussen hefur skrifað undir fimm ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Holstebro. Markussen átti eitt ár eftir af samningi sínum við Veszprém en fékk sig leystan undan samningnum. Miklar vonir voru bundnar við Markussen fyrir um áratug en ferlillinn hefur ekki alveg náð því flugi sem reiknað var með hjá honum. Engu að síður hefur hann leikið með Skjern, Bjerringbro-Silkeborg, Atletico Madrid og Veszprém. Síðast var Markussen eitthvað að ráði með danska landsliðinu þegar það vann heimsmeistaratitilinn á heimavelli fyrir tveimur árum. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -